Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. september 2025 07:00 Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Neytendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun