Sport

Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jordan Davis er rétt rúm 150 kíló en spretti úr spori eins og mun léttari maður.
Jordan Davis er rétt rúm 150 kíló en spretti úr spori eins og mun léttari maður. Mitchell Leff/Getty Images

Jordan Davis varð hetja Philadelphia Eagles í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Los Angeles Rams á lokasekúndu leiksins. Hann varð í leiðinni sá þyngsti í sögu NFL til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins.

Ríkjandi meistarar Eagles lentu í vandræðum með Rams í gærkvöldi og voru 26-7 undir í byrjun seinni hálfleiks en sneru leiknum svo algjörlega og unnu 33-26. Leikstjórnandinn Jalen Hurts leiddi endurkomuna og kastaði fyrir sínu fyrsta snertimarki á tímabilinu.

Sparklið Eagles átti hins vegar mestan þátt í sigrinum, með því að hindra tvö sparkmörk Rams í fjórða leikhluta.

Seinna sparkið sem Ernirnir stoppuðu brutu hjörtu Hrútanna algjörlega. Gestirnir voru þá stigi undir, 27-26, en hefðu unnið leikinn með marki úr þessu sparki.

Jordan Davis komst hins vegar í boltann og skilaði honum í endamarkið hinum megin. Davis er engin smásmíði, 336 pund eða um 152 kíló, og varð með þessu marki þyngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins.

Hann hljóp 61 jarda með boltann og klukkaði hraða upp á 18,59 mílur á klukkustund, eða rétt tæplega 30 kílómetra á klukkustund, og varð þar með hraðasti 300+ punda maðurinn í sögu deildarinnar.

Síðasti leikur þriðju umferð NFL deildarinnar fer fram í nótt. Lokasóknin gerir umferðina upp á Sýn Sport annað kvöld, þriðjudag, klukkan 21:00.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×