Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir og Helga Sigrún Harðardóttir skrifa 22. september 2025 14:33 Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Gervigreind Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar