Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. september 2025 07:02 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Þarna lýsir þú meiriháttar áskorun sem bíður foreldra á Íslandi í dag. Hvernig kennum við börnunum okkar heilbrigt vinnusiðferði og búum þau sem best undir að geta staðið á eigin fjótum? Fjármál eru mikilvægur þáttur í uppeldi barna og þá reynir á tvennt; hvað þeim er kennt og hvernig talað er við þau. Hið síðarnefnda getur verið sérlega viðkvæmt, enda skilar takmörkuðum árangri að miðla gagnlegum fróðleik en enginn hlustar. Hvernig tölum við? Á foreldranámskeiði mínu um fjármál barna ræði ég sérstaklega um hvernig við náum til aldurshópsins 14-18 ára. Unglingar á þeim aldri eru í sérstökum áhættuhópi. Þeir líta til jafnaldra sinna og fyrirmynda á samfélgasmiðlum, sem getur verið varasamt. Þar getur verið hvatt til óhóflegrar neyslu, veðmála og engin áhersla er lögð á langtímahugsun og öryggi. Því förum við einmitt að öskra og skella hurðum og það eina sem börnin heyra er neikvætt. Ekki elta alla hina. Ekki eyða öllu sem þú þénar. Ekki veðja. Ekki kaupa þér bíl. Ekki meiri skyndibita. Ekki fara að hlægja þó einhver sé að detta, ekki gera hitt og ekki þetta. Ef við viljum ná eyrum unglinganna okkar þurfum við líka að benda þeim á jákvæð áhrif þess að hegða sér með skynsamlegum hætti og umfram allt ræða við þau eins og fullorðið fólk. Í stað þess að benda á að enginn vilji ráða latann starfsmann hvetjum við þau til dáða og bendum á þau tækifæri sem felast í að skara fram úr í starfi. Í stað þess að banna þeim að kaupa sér bíl fyrir barnasparnaðinn getum við bent þeim á hversu mikið fyrr þau geta eignast íbúð ef þau nýta sér aðra fararmáta. Hvað segjum við? Fjármál eiga ekki að vera feimnismál á heimilum. Ef við kennum börnunum okkar ekki á peninga mun TikTok gera það, sem er auðvitað ekki það sem við viljum. Við tökum ábyrðina sjálf og kennum börnunum heilbrigð viðhorf til fjármála. Slíkt hefst með einföldum og mjög skýrum reglum á heimilinu. Svona eru hlutirnir gerðir á þessu heimili og á því leikur enginn vafi. Þá skiptir engu máli hvernig reglur eru á öðrum heimilum, við berum við okkur ekki saman við aðra. Við látum börnin ekki hafa vasapeninga og lánum ekki, enda læra þau ekkert annað á slíku en að hægt sé að þéna peninga án fyrirhafnar. Ákveðin verkefni þarf að vinna á heimilinu án launa (svo sem slá blettinn og þvo þvott, eins og þú nefndir) en annað getur verið hægt að greiða fyrir fram að ákveðnum aldri, en þá aðeins lágar fjárhæðir. Það er hollt og gott fyrir ungling að læra að vinna snemma og afla sjálfur fyrir því sem hann vill, umfram þær grunnþarfir sem foreldrar sjá um. Þá er mikilvægt að ítrekað sé minnt á grundvallarreglur, svo sem að engin lán séu tekin, ekkert sé keypt nema til sé fyrir því og alltaf sé sparað. Þá þurfa foreldrar að kenna börnunum sínum að vinna. Að mæta á réttum tíma, þiggja aukavaktir, standa sig vel og gera sér ekki upp veikindi. Þar að auki kennum við og hjálpum þeim að reikna út hvað stendur eftir af launum, hvernig þau halda sitt litla heimilisbókhald og spara til langs- og skamms tíma. Við tölum við þau eins og fullorðið fólk, en munum þó að þau þurfa þessa aðstoð. Besti fjárhagslegi stuðningur foreldra við unglingana sína er að kenna þeim að vera fjárhagslega sjálfstæðir. Fjárhagslega sjálfstæð börn þurfa auk þess síður á aðstoð foreldra sinna að halda, sem auðveldar þeim lífið. Virkar þetta? Nú er samband foreldra og barna misjafnt og fólk vant ólíkum samskiptamátum. Ég held að alls staðar geti börn og foreldrar þó verið sammála um að þau vilja hafa það gott og skemmtilegt í framtíðinni. Það er ágætis byrjun að segjast vera sammála um það og vilja vinna í þá átt. Þið mæðgur eruð til dæmis væntanlega sammála um að þið viljið að þú hættir að þurfa að vera vondi kallinn. Sömuleiðis viljið þið að þær geti á einhverjum tímapunkti keypt sér íbúð og notið lífsins, en slíkt er ekki undirbúið yfir Netflix uppi í sófa. Hvað getið þið sammælst um að gera núna, saman, til þess þið hafið það allar betur á næsta ári en þið hafið það í dag? Geta þær séð um matinn stöku sinnum og létt undir með þér í heimilisverkunum? Getur þú kennt þeim að spara og þið jafnvel allar safnað í sameiningu fyrir skemmtilegu ferðalagi eða huggulegum jólum? Það gæti verið hollt fyrir ykkur allar að þær fái að bera meiri ábyrgð, bæði á sínum persónulegu fjármálum og með þátttöku í fjármálum heimilisins. Þetta byrjar allt á því að spjallað sé saman. Ekki hrópa samt á þær að slökkva á imbanum, spurðu hvort þær séu ekki til í smá spjall þegar þessi þáttur er búinn. Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Fjármálin með Birni Berg Börn og uppeldi Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Þarna lýsir þú meiriháttar áskorun sem bíður foreldra á Íslandi í dag. Hvernig kennum við börnunum okkar heilbrigt vinnusiðferði og búum þau sem best undir að geta staðið á eigin fjótum? Fjármál eru mikilvægur þáttur í uppeldi barna og þá reynir á tvennt; hvað þeim er kennt og hvernig talað er við þau. Hið síðarnefnda getur verið sérlega viðkvæmt, enda skilar takmörkuðum árangri að miðla gagnlegum fróðleik en enginn hlustar. Hvernig tölum við? Á foreldranámskeiði mínu um fjármál barna ræði ég sérstaklega um hvernig við náum til aldurshópsins 14-18 ára. Unglingar á þeim aldri eru í sérstökum áhættuhópi. Þeir líta til jafnaldra sinna og fyrirmynda á samfélgasmiðlum, sem getur verið varasamt. Þar getur verið hvatt til óhóflegrar neyslu, veðmála og engin áhersla er lögð á langtímahugsun og öryggi. Því förum við einmitt að öskra og skella hurðum og það eina sem börnin heyra er neikvætt. Ekki elta alla hina. Ekki eyða öllu sem þú þénar. Ekki veðja. Ekki kaupa þér bíl. Ekki meiri skyndibita. Ekki fara að hlægja þó einhver sé að detta, ekki gera hitt og ekki þetta. Ef við viljum ná eyrum unglinganna okkar þurfum við líka að benda þeim á jákvæð áhrif þess að hegða sér með skynsamlegum hætti og umfram allt ræða við þau eins og fullorðið fólk. Í stað þess að benda á að enginn vilji ráða latann starfsmann hvetjum við þau til dáða og bendum á þau tækifæri sem felast í að skara fram úr í starfi. Í stað þess að banna þeim að kaupa sér bíl fyrir barnasparnaðinn getum við bent þeim á hversu mikið fyrr þau geta eignast íbúð ef þau nýta sér aðra fararmáta. Hvað segjum við? Fjármál eiga ekki að vera feimnismál á heimilum. Ef við kennum börnunum okkar ekki á peninga mun TikTok gera það, sem er auðvitað ekki það sem við viljum. Við tökum ábyrðina sjálf og kennum börnunum heilbrigð viðhorf til fjármála. Slíkt hefst með einföldum og mjög skýrum reglum á heimilinu. Svona eru hlutirnir gerðir á þessu heimili og á því leikur enginn vafi. Þá skiptir engu máli hvernig reglur eru á öðrum heimilum, við berum við okkur ekki saman við aðra. Við látum börnin ekki hafa vasapeninga og lánum ekki, enda læra þau ekkert annað á slíku en að hægt sé að þéna peninga án fyrirhafnar. Ákveðin verkefni þarf að vinna á heimilinu án launa (svo sem slá blettinn og þvo þvott, eins og þú nefndir) en annað getur verið hægt að greiða fyrir fram að ákveðnum aldri, en þá aðeins lágar fjárhæðir. Það er hollt og gott fyrir ungling að læra að vinna snemma og afla sjálfur fyrir því sem hann vill, umfram þær grunnþarfir sem foreldrar sjá um. Þá er mikilvægt að ítrekað sé minnt á grundvallarreglur, svo sem að engin lán séu tekin, ekkert sé keypt nema til sé fyrir því og alltaf sé sparað. Þá þurfa foreldrar að kenna börnunum sínum að vinna. Að mæta á réttum tíma, þiggja aukavaktir, standa sig vel og gera sér ekki upp veikindi. Þar að auki kennum við og hjálpum þeim að reikna út hvað stendur eftir af launum, hvernig þau halda sitt litla heimilisbókhald og spara til langs- og skamms tíma. Við tölum við þau eins og fullorðið fólk, en munum þó að þau þurfa þessa aðstoð. Besti fjárhagslegi stuðningur foreldra við unglingana sína er að kenna þeim að vera fjárhagslega sjálfstæðir. Fjárhagslega sjálfstæð börn þurfa auk þess síður á aðstoð foreldra sinna að halda, sem auðveldar þeim lífið. Virkar þetta? Nú er samband foreldra og barna misjafnt og fólk vant ólíkum samskiptamátum. Ég held að alls staðar geti börn og foreldrar þó verið sammála um að þau vilja hafa það gott og skemmtilegt í framtíðinni. Það er ágætis byrjun að segjast vera sammála um það og vilja vinna í þá átt. Þið mæðgur eruð til dæmis væntanlega sammála um að þið viljið að þú hættir að þurfa að vera vondi kallinn. Sömuleiðis viljið þið að þær geti á einhverjum tímapunkti keypt sér íbúð og notið lífsins, en slíkt er ekki undirbúið yfir Netflix uppi í sófa. Hvað getið þið sammælst um að gera núna, saman, til þess þið hafið það allar betur á næsta ári en þið hafið það í dag? Geta þær séð um matinn stöku sinnum og létt undir með þér í heimilisverkunum? Getur þú kennt þeim að spara og þið jafnvel allar safnað í sameiningu fyrir skemmtilegu ferðalagi eða huggulegum jólum? Það gæti verið hollt fyrir ykkur allar að þær fái að bera meiri ábyrgð, bæði á sínum persónulegu fjármálum og með þátttöku í fjármálum heimilisins. Þetta byrjar allt á því að spjallað sé saman. Ekki hrópa samt á þær að slökkva á imbanum, spurðu hvort þær séu ekki til í smá spjall þegar þessi þáttur er búinn.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni.
Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Fjármálin með Birni Berg Börn og uppeldi Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira