Verða bílveikari í rafbílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 07:01 Hannes segir ýmsar getgátur uppi um hvað valdi aukinni bílveiki í rafbílum. Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“ Bílar Vistvænir bílar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“
Bílar Vistvænir bílar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira