Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 23. september 2025 23:00 Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi. Vísir/Sigurjón Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. Davíð Tómas Tómasson, annar tveggja alþjóðadómara sem Ísland á, tilkynnti Vísi í morgun að hann væri hættur dómgæslu aðeins 36 ára að aldri. Hann geri það ekki að sjálfdáðum heldur hafi hann verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum af dómaranefnd sambandsins. Tilraunir til sátta hafi litlum árangri skilað og hann settur út af sakramenntinu. Hann þakkar það slæmu umhverfi skapað af téðri nefnd sem hafi orsakað það að fleiri hafi hrökklast frá störfum. Jón Guðmundsson tók í svipaðan streng en honum var vísað frá þegar hann hugðist snúa aftur til starfa sem dómari eftir að hafa reynt fyrir sér í þjálfun. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þar sem ekki náðist í Jón Bender, formann dómaranefndar sambandsins, og Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri þess, vildi ekki tjá sig að svo stöddu. Körfuboltasamfélagið krefst hins vegar svara. „Mér finnst skrítið að KKÍ og jafnvel dómaranefndin tjái sig ekki um málið eða kýs ekki að tjá sig. Svona mál þarf að tjá sig um. Af hverju þetta endar svona og hinsegin þar sem það er verið að útiloka okkar allra besta dómara úr deildinni og gefa honum ekki verkefni sem er mjög slæmt,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta gerðist líka með Jón Guðmunds sem er frábær dómari. Hann fékk ekki nægilega góð svör frá þessum nefndum og annað slíkt.“ „Það er einhverstaðar brotið þarna inn á milli og við þurfum að komast til botns í þessu, við þurfum að fá almennileg svör. Þetta er slæmt, þarna eru tveir frábærir dómarar sem eru í miklum metum veit ég hjá leikmönnum deildarinnar því þetta eru dómarar sem kunna sitt fag. Mér finnst þetta slæmt fyrir hreyfinguna.“ Hefur Hermann trú á því að það sé hægt að finna lausn og við getum haft alla okkar bestu dómara á gólfinu? „Ég vil að það verði fundin lausn til að hafa bæði Jón og Dabba T eins og hann er kallaður aftur á gólfið. Við þurfum á því að halda og mér finnst synd að þetta sé svona. Það eru tvær hliðar á öllum málum en ég trúi ekki öðru en þessar hliðar geti sameinast og fundið réttan kjöl á þessu svo við sjáum þá aftur stinga flautunni upp í sig og við í Körfuboltakvöldi getum farið að gagnrýna þá.“ KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Davíð Tómas Tómasson, annar tveggja alþjóðadómara sem Ísland á, tilkynnti Vísi í morgun að hann væri hættur dómgæslu aðeins 36 ára að aldri. Hann geri það ekki að sjálfdáðum heldur hafi hann verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum af dómaranefnd sambandsins. Tilraunir til sátta hafi litlum árangri skilað og hann settur út af sakramenntinu. Hann þakkar það slæmu umhverfi skapað af téðri nefnd sem hafi orsakað það að fleiri hafi hrökklast frá störfum. Jón Guðmundsson tók í svipaðan streng en honum var vísað frá þegar hann hugðist snúa aftur til starfa sem dómari eftir að hafa reynt fyrir sér í þjálfun. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þar sem ekki náðist í Jón Bender, formann dómaranefndar sambandsins, og Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri þess, vildi ekki tjá sig að svo stöddu. Körfuboltasamfélagið krefst hins vegar svara. „Mér finnst skrítið að KKÍ og jafnvel dómaranefndin tjái sig ekki um málið eða kýs ekki að tjá sig. Svona mál þarf að tjá sig um. Af hverju þetta endar svona og hinsegin þar sem það er verið að útiloka okkar allra besta dómara úr deildinni og gefa honum ekki verkefni sem er mjög slæmt,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta gerðist líka með Jón Guðmunds sem er frábær dómari. Hann fékk ekki nægilega góð svör frá þessum nefndum og annað slíkt.“ „Það er einhverstaðar brotið þarna inn á milli og við þurfum að komast til botns í þessu, við þurfum að fá almennileg svör. Þetta er slæmt, þarna eru tveir frábærir dómarar sem eru í miklum metum veit ég hjá leikmönnum deildarinnar því þetta eru dómarar sem kunna sitt fag. Mér finnst þetta slæmt fyrir hreyfinguna.“ Hefur Hermann trú á því að það sé hægt að finna lausn og við getum haft alla okkar bestu dómara á gólfinu? „Ég vil að það verði fundin lausn til að hafa bæði Jón og Dabba T eins og hann er kallaður aftur á gólfið. Við þurfum á því að halda og mér finnst synd að þetta sé svona. Það eru tvær hliðar á öllum málum en ég trúi ekki öðru en þessar hliðar geti sameinast og fundið réttan kjöl á þessu svo við sjáum þá aftur stinga flautunni upp í sig og við í Körfuboltakvöldi getum farið að gagnrýna þá.“
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira