Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar 24. september 2025 10:01 Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Reykjanesbær Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun