Sport

Dag­skráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað

Valur Páll Eiríksson skrifar
Xander Schauffele mætir ferskur til leiks á Rydernum í dag.
Xander Schauffele mætir ferskur til leiks á Rydernum í dag. EPA/ERIK S. LESSER

Það er líf og fjör á rásum Sýnar Sport í dag. Ryder-bikarinn í golfi rúllar í allan dag.

Það er strax klukkan 11:00 sem keppni milli Bandaríkjanna og Evrópu í Ryder-bikarnum hefst í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. Þar verða viðstöðulausar beinar útsendingar frá keppninni til klukkan 22:00 í kvöld.

Á Sýn Sport Viaplay eru tveir fótboltaleikir á dagskrá. Schalke og Greuter Furth eigast við í 2. Bundesligunni klukkan 16:25 og klukkan 18:50 er bein útsending frá leik WBA og Leicester sem mætast í ensku B-deildinni.

Þá styttist í að boltinn fari að rúlla í Bónus-deildunum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Bónus-deild kvenna er í beinni á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×