„Það verður boðið fram í nafni VG“ Agnar Már Másson skrifar 27. september 2025 23:24 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík. „Það verður boðið fram í nafni VG,“ sagði Svandís í hlaðvarpinu Á öðrum bjór, „hvernig sem það síðan verður hvort sem það verður síðan í samstarfi við að aðra, eða óháðir.“ Fram hefur komið í máli Svandísar að hún sé opin fyrir samstarfi við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna en í því samhengi hefur hún nefnt Kópavog, Árborg og Ísafjörð. Hún viðurkennir í hlaðvarpinu þó að VG, Sósíalistaflokkurinn og Píratar séu afar líkir hvað hugmyndafræði varðar en flókið væri fyrir VG að reyna að para sig saman við Pírata enda skilgreina þeir sig ekki sem vinstri flokk. Svandís, sem var ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sat sjálf í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009. Þegar Svandís er spurð hvort hún hyggist prófa það aftur svarar hún hiklaust neitandi. „Þessi kafli er bara búinn. Ég hef alveg fjölþætta og mikla reynslu og hef unun af því að miðla henni til fólks en það verður að vera einhver framvinda í pólitík,“ segir hún. „Við þurfum kynslóðaskipti og við þurfum breytingar og við þurfum nýtt fólk og ný andlit.“ Líf Magneudóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna í borginni, hefur sagst stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Í hlaðvarpinu ræddi Svandís einnig bága stöðu flokksins, sem féll af þingi í kosningum 2024 auk þess sem hann náði ekki 2,5 prósenta viðmiðinu til þess að fá styrk frá ríkinu sem stjórnmálasamtök. „Nei, nei,“ svaraði Svandís spurð hvort flokkurinn bæri sig enn vel þrátt fyrir að fá ekki lengur framlög frá ríkinu. „Við beryum okkur ekkert sérstaklega vel, það er auðvitað hundleiðinlegt að fá ekki peninga og við finnum rosalega mikið fyrir því.“ Hreyfingin hafi þurft að hagræða mikið. Aðalfundur VG í Reykjavík var einmitt haldinn í dag og ný stjórn kjörin, segir í tilkynningu frá flokknum. Gísli Garðarsson var þar kjörinn formaður VG í Reykjavík. Þá voru kjörin sem stjórnarmenn Steinunn Rögnvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Á aðalfundi síðasta árs hafði Auður Alfífa Ketilsdóttir verið kjörin í stjórn til tveggja ára. Loks voru kjörin sem varamenn Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
„Það verður boðið fram í nafni VG,“ sagði Svandís í hlaðvarpinu Á öðrum bjór, „hvernig sem það síðan verður hvort sem það verður síðan í samstarfi við að aðra, eða óháðir.“ Fram hefur komið í máli Svandísar að hún sé opin fyrir samstarfi við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna en í því samhengi hefur hún nefnt Kópavog, Árborg og Ísafjörð. Hún viðurkennir í hlaðvarpinu þó að VG, Sósíalistaflokkurinn og Píratar séu afar líkir hvað hugmyndafræði varðar en flókið væri fyrir VG að reyna að para sig saman við Pírata enda skilgreina þeir sig ekki sem vinstri flokk. Svandís, sem var ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sat sjálf í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009. Þegar Svandís er spurð hvort hún hyggist prófa það aftur svarar hún hiklaust neitandi. „Þessi kafli er bara búinn. Ég hef alveg fjölþætta og mikla reynslu og hef unun af því að miðla henni til fólks en það verður að vera einhver framvinda í pólitík,“ segir hún. „Við þurfum kynslóðaskipti og við þurfum breytingar og við þurfum nýtt fólk og ný andlit.“ Líf Magneudóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna í borginni, hefur sagst stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Í hlaðvarpinu ræddi Svandís einnig bága stöðu flokksins, sem féll af þingi í kosningum 2024 auk þess sem hann náði ekki 2,5 prósenta viðmiðinu til þess að fá styrk frá ríkinu sem stjórnmálasamtök. „Nei, nei,“ svaraði Svandís spurð hvort flokkurinn bæri sig enn vel þrátt fyrir að fá ekki lengur framlög frá ríkinu. „Við beryum okkur ekkert sérstaklega vel, það er auðvitað hundleiðinlegt að fá ekki peninga og við finnum rosalega mikið fyrir því.“ Hreyfingin hafi þurft að hagræða mikið. Aðalfundur VG í Reykjavík var einmitt haldinn í dag og ný stjórn kjörin, segir í tilkynningu frá flokknum. Gísli Garðarsson var þar kjörinn formaður VG í Reykjavík. Þá voru kjörin sem stjórnarmenn Steinunn Rögnvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Á aðalfundi síðasta árs hafði Auður Alfífa Ketilsdóttir verið kjörin í stjórn til tveggja ára. Loks voru kjörin sem varamenn Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira