Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. september 2025 14:00 Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Kaja Kallas, sagði að allt benti til þess að um viljaverk hefði verið að ræða – að markmið Pútíns væri að storka og að hann kæmi til með að ganga sífellt lengra vegna þess að viðbrögðin hingað til hefðu ekki verið nægilega sterk. Drónaárásir, lofthelgisrof, tölvuárásir og upplýsingaóreiða eru fjölþáttaógnir sem beinast gegn öryggi okkar allra. Markmiðið með þeim er ekki aðeins að skaða innviði heldur einnig að sá vantrausti og skapa sundrung ríkja á milli. Samstaðan er okkar helsti styrkleiki og tilgangurinn að rjúfa hana. Það má ekki takast, Rússum má aldrei takast að hræða okkur frá því að standa með Úkraínu. Brot á alþjóðalögum má aldrei láta óátalin, öllu heldur verður að fylgja þeim eftir með afgerandi viðbrögðum. Við Íslendingar vitum manna best að framtíð okkar og öryggi byggist á því að alþjóðalög séu virt. Sem herlaus þjóð í Norður-Atlantshafi eigum við allt undir því að sameiginlegar leikreglur haldi. Stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu – NATO – tryggir okkur stöðu innan öflugasta varnarsamstarfs heims. Þá er varnarsamningurinn við Bandaríkin mikilvæg öryggisstoð sem þarf að rækta og efla. Við verðum að standa með félögum okkar á Norðurlöndunum og öðrum NATO-ríkjum. Það er einmitt á tímum sem þessum sem við verðum að sýna festu, standa með bandamönnum okkar og standa vörð um grundvallargildi okkar. Ef við látum ógnir og árásir sundra okkur þá hafa gerendur náð sínu markmiði. Ef við hins vegar stöndum saman þá verður tiltrúin á lýðræði, frelsi og alþjóðalög sterkari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Bryndís Haraldsdóttir Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Kaja Kallas, sagði að allt benti til þess að um viljaverk hefði verið að ræða – að markmið Pútíns væri að storka og að hann kæmi til með að ganga sífellt lengra vegna þess að viðbrögðin hingað til hefðu ekki verið nægilega sterk. Drónaárásir, lofthelgisrof, tölvuárásir og upplýsingaóreiða eru fjölþáttaógnir sem beinast gegn öryggi okkar allra. Markmiðið með þeim er ekki aðeins að skaða innviði heldur einnig að sá vantrausti og skapa sundrung ríkja á milli. Samstaðan er okkar helsti styrkleiki og tilgangurinn að rjúfa hana. Það má ekki takast, Rússum má aldrei takast að hræða okkur frá því að standa með Úkraínu. Brot á alþjóðalögum má aldrei láta óátalin, öllu heldur verður að fylgja þeim eftir með afgerandi viðbrögðum. Við Íslendingar vitum manna best að framtíð okkar og öryggi byggist á því að alþjóðalög séu virt. Sem herlaus þjóð í Norður-Atlantshafi eigum við allt undir því að sameiginlegar leikreglur haldi. Stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu – NATO – tryggir okkur stöðu innan öflugasta varnarsamstarfs heims. Þá er varnarsamningurinn við Bandaríkin mikilvæg öryggisstoð sem þarf að rækta og efla. Við verðum að standa með félögum okkar á Norðurlöndunum og öðrum NATO-ríkjum. Það er einmitt á tímum sem þessum sem við verðum að sýna festu, standa með bandamönnum okkar og standa vörð um grundvallargildi okkar. Ef við látum ógnir og árásir sundra okkur þá hafa gerendur náð sínu markmiði. Ef við hins vegar stöndum saman þá verður tiltrúin á lýðræði, frelsi og alþjóðalög sterkari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar