Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 08:00 Michael van Gerwen er einn fremsti pílukastari heims. Getty/Lewis Storey Einn fremsti pílukastari heims, þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen, stóð í slagsmálum á kebabstað um helgina. Myndband af áflogunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira