„Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2025 14:17 Einar Árni Jóhannsson segir sínar konur klárar í slaginn og að tilhlökkunin sé mikil að hefja leik í Bónus-deildinni. Paweł/Vísir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, segist spenntur fyrir komandi leiktíð. Hún hefst með heimsókn í Garðabæ í kvöld. „Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2) UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum