Körfubolti

Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaylin Williams varð NBA meistari með Oklahoma City Thunder í júní.
Jaylin Williams varð NBA meistari með Oklahoma City Thunder í júní. EPA/MANUELA SOLDI

Jaylin Williams er í mjög sérstakri stöðu. Hann verður nefnilega sá síðasti til að spila í treyju númer sex í sögu NBA deildarinnar í körfubolta.

NBA tilkynnti það árið 2022 að treyja númer sex yrði tekin úr notkun til heiðurs Bill Russell sem lék í þeirri treyju á mögnuðum ferli sínum. Við fráfall Russell ákvað NBA að heiðra hann á þennan hátt.

Russell varð á sínum tíma ellefu sinnum NBA meistari með Boston Celtics.

Leikmenn sem léku í treyju númer sex við á þessum tímapunkti var þó ekki skipað að fara í nýtt númer. Þeir fengu allir að spila áfram í sexunni sinni. 

Nú er aftur á móti aðeins einn sem stendur eftir og það er Jaylin Williams úr meistaraliði Oklahoma City Thunder.

Þetta varð ljóst eftir að DeAndre Jordan fór frá Denver Nuggets.

Jaylin Williams er í aukahlutverki hjá Thunder liðinu en hann skoraði 5,9 stig í leik á síðustu leiktíð sem var hans þriðja tímabil í deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×