FIFA: Donald Trump ræður engu um það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 09:30 Donald Trump með Gianni Infantino sem er forseti FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Getty/Richard Sellers Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því á dögunum að færa leiki á HM í fótbolta frá borgum sem hann á í deilum við en hann hefur í raun ekkert vald til þess. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú stigið fram og gefið það út það sé ekki Trump eða önnur stjórnvöld sem ráði því hvar leikirnir á HM. Sú ákvörðun liggur alfarið hjá FIFA. Bandaríkjamenn halda HM í fótbolta næsta sumar í samstarfi við Kanada og Mexíkó. Ellefu borgir í Bandaríkjunum fá að hýsa leik í keppninni. FIFA hefur gert samning við þessar borgir og brot á honum gæti kallað á allskyns vandræði, mikið flækjustig og aukinn kostnað. „Þetta er FIFA mót, FIFA ræður og það er FIFA sem tekur þessar ákvarðanir,“ sagði Victor Montagliani, varaforseti FIFA, á viðskiptaráðstefnu í London. „Með fullri virðingu fyrir öllum þjóðarleiðtogum heimsins þá er fótboltinn stærri en þeir. Fótboltinn mun lifa lengur en þeirra valdatími, þeirra stjórnvöld eða þeirra slagorð. Þar liggur fegurðin í okkar leik. Hann er stærri en allir einstaklingar og stærri en allar þjóðir,“ sagði Montagliani sem er líka forseti Concacaf. Trump notaði HM í fótbolta til að hóta borgum sem hann á í deilum við. Allt borgir sem eru undir stjórn demókrata. Nú hefur FIFA afvopnað Trump þegar kemur að þessum hótunum en það er þó ekki góðvinur hans, Gianni Infantino, forseti FIFA, sem tjáir sig heldur varaforseti hans sem vill svo til að sé Kanadamaður. Trump hefur talað niður til Kanada og vill gera landið að 51. fylki Bandaríkjanna. HM 2026 í fótbolta FIFA Donald Trump Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú stigið fram og gefið það út það sé ekki Trump eða önnur stjórnvöld sem ráði því hvar leikirnir á HM. Sú ákvörðun liggur alfarið hjá FIFA. Bandaríkjamenn halda HM í fótbolta næsta sumar í samstarfi við Kanada og Mexíkó. Ellefu borgir í Bandaríkjunum fá að hýsa leik í keppninni. FIFA hefur gert samning við þessar borgir og brot á honum gæti kallað á allskyns vandræði, mikið flækjustig og aukinn kostnað. „Þetta er FIFA mót, FIFA ræður og það er FIFA sem tekur þessar ákvarðanir,“ sagði Victor Montagliani, varaforseti FIFA, á viðskiptaráðstefnu í London. „Með fullri virðingu fyrir öllum þjóðarleiðtogum heimsins þá er fótboltinn stærri en þeir. Fótboltinn mun lifa lengur en þeirra valdatími, þeirra stjórnvöld eða þeirra slagorð. Þar liggur fegurðin í okkar leik. Hann er stærri en allir einstaklingar og stærri en allar þjóðir,“ sagði Montagliani sem er líka forseti Concacaf. Trump notaði HM í fótbolta til að hóta borgum sem hann á í deilum við. Allt borgir sem eru undir stjórn demókrata. Nú hefur FIFA afvopnað Trump þegar kemur að þessum hótunum en það er þó ekki góðvinur hans, Gianni Infantino, forseti FIFA, sem tjáir sig heldur varaforseti hans sem vill svo til að sé Kanadamaður. Trump hefur talað niður til Kanada og vill gera landið að 51. fylki Bandaríkjanna.
HM 2026 í fótbolta FIFA Donald Trump Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira