Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 18:01 Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðina áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðina áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun