Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Agnar Már Másson skrifar 2. október 2025 22:27 Play-vélin á Keflavíkurflugvelli í morgun. Play leigði hana af kínverska félaginu CALC. Vísir/MHH Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. mbl.is greindi fyrst frá málinu en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að ekki sé tímabært að tilgreina heildarupphæð skuldanna. Fram kom í tilkynningu Isavia á mánudag að útistandandi viðskiptaskuldir Play væru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum. Isavia myndi leita þeirra lagaúrræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. Guðjón gat ekkert sagt til um hvort vélin yrði kyrrsett vegna skuldar Play við Isavia eins og gert var eftir gjaldþrot Wow. Átti að fara til Tenerífe Flugvélin sem um ræðir er eina Play-vélin sem eftir situr eftir á Keflavíkurflugvelli en henni átti að fljúga til Tenerífe um mánudagsmorgun, rétt áður en Play tilkynnti skyndilega um rekstrarstöðvun vegna gjaldþrots. Vélin er af tegundinni Airbus A320neo en Play leigði hana, auk einnar annarrar vélar, af China Aircraft Leasing Group Holdings Limited (CALC). Hinar átta vélarnar leigði Play af AerCap, írsk-bandarískri flugvélaleigu. Stærsti hluthafi í CALC er kínverska ríkisfyrirtækið China Everbright Bank (CEL), sem á rúmlega 30 prósent í félaginu. Minnir á deilu Isavia og ALC Afar óljóst er undir hvaða skilmálum kínverska félagið getur sótt vélina til Íslands. Þegar WOW air fór í gjaldþrot kyrrsetti Isavia Airbus-þotuna sem WOW leigði af ALC. Var það vegna ógreiddra gjalda sem WOW skuldaði og námu um 2 milljörðum króna. Mál ALC og Isavia fór fyrir dóma og endaði með því að Hæstiréttur staðfesti að Isavia hefði brotið á eignarétti ALC þar sem ekki hefði mátt nota eignir þriðja aðila sem tryggingu nema skýr lagaheimild væri til staðar. Isavia þurfti því að greiða ALC bætur vegna ólögmætrar stöðvunar vélarinnar. Play Gjaldþrot Play Kína WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
mbl.is greindi fyrst frá málinu en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að ekki sé tímabært að tilgreina heildarupphæð skuldanna. Fram kom í tilkynningu Isavia á mánudag að útistandandi viðskiptaskuldir Play væru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum. Isavia myndi leita þeirra lagaúrræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. Guðjón gat ekkert sagt til um hvort vélin yrði kyrrsett vegna skuldar Play við Isavia eins og gert var eftir gjaldþrot Wow. Átti að fara til Tenerífe Flugvélin sem um ræðir er eina Play-vélin sem eftir situr eftir á Keflavíkurflugvelli en henni átti að fljúga til Tenerífe um mánudagsmorgun, rétt áður en Play tilkynnti skyndilega um rekstrarstöðvun vegna gjaldþrots. Vélin er af tegundinni Airbus A320neo en Play leigði hana, auk einnar annarrar vélar, af China Aircraft Leasing Group Holdings Limited (CALC). Hinar átta vélarnar leigði Play af AerCap, írsk-bandarískri flugvélaleigu. Stærsti hluthafi í CALC er kínverska ríkisfyrirtækið China Everbright Bank (CEL), sem á rúmlega 30 prósent í félaginu. Minnir á deilu Isavia og ALC Afar óljóst er undir hvaða skilmálum kínverska félagið getur sótt vélina til Íslands. Þegar WOW air fór í gjaldþrot kyrrsetti Isavia Airbus-þotuna sem WOW leigði af ALC. Var það vegna ógreiddra gjalda sem WOW skuldaði og námu um 2 milljörðum króna. Mál ALC og Isavia fór fyrir dóma og endaði með því að Hæstiréttur staðfesti að Isavia hefði brotið á eignarétti ALC þar sem ekki hefði mátt nota eignir þriðja aðila sem tryggingu nema skýr lagaheimild væri til staðar. Isavia þurfti því að greiða ALC bætur vegna ólögmætrar stöðvunar vélarinnar.
Play Gjaldþrot Play Kína WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira