Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2025 07:46 Jón Óttar Ólafsson var eigandi rannsóknarfyrirtækisins PPP, sem hefur verið lagt niður. Vísir/Ívar Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrverandi eigandi PPP, hefur freistað þess að fá aftur muni sem lögregla lagði hald á í húsleitum á heimili hans en ekki haft erindi sem erfiði. Samkvæmt Heimildinni leitaði Jón Óttar til dómstóla til að fá aftur tölvu, síma og minnislykla frá lögreglunni á Suðurlandi en honum hefur verið hafnað bæði af Héraðsdómi Suðurlands og Landsrétti. Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að rannsókn þess hvernig gögnum var lekið frá embætti sérstaks saksóknara til PPP, í kjölfar þess að Kveikur fjallaði um eftirlitsaðgerðir Jóns Óttars og Guðmundar Hauks Gunnarssonar fyrir Björgólf Thor Björgólfsson athafnamann. Heimildin vitnar í dóm Héraðsdóms Suðurlands, sem virðist ekki hafa verið birtur á netinu, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Jón Óttar lægi undir rökstuddum grun og því væri eðlilegt að lögregla héldi umræddum munum í þágu rannsóknarinnar. Landsréttur er sagður hafa staðfest úrskurð héraðsdóms þann 29. ágúst. Jón Óttar og Guðmundur Haukur unnu fyrir sérstakan saksóknara en hættu þar árið 2011 og stofnuðu í kjölfarið eftirlitsfyrirtækið PPP, sem virðist meðal annars hafa stundað njósnir gegn greiðslu. Greint var frá því í júní að Jón Óttar hefði kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum Jóns í tengslum við vinnu hans á vegum PPP. Lögreglumál Dómsmál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Samkvæmt Heimildinni leitaði Jón Óttar til dómstóla til að fá aftur tölvu, síma og minnislykla frá lögreglunni á Suðurlandi en honum hefur verið hafnað bæði af Héraðsdómi Suðurlands og Landsrétti. Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að rannsókn þess hvernig gögnum var lekið frá embætti sérstaks saksóknara til PPP, í kjölfar þess að Kveikur fjallaði um eftirlitsaðgerðir Jóns Óttars og Guðmundar Hauks Gunnarssonar fyrir Björgólf Thor Björgólfsson athafnamann. Heimildin vitnar í dóm Héraðsdóms Suðurlands, sem virðist ekki hafa verið birtur á netinu, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Jón Óttar lægi undir rökstuddum grun og því væri eðlilegt að lögregla héldi umræddum munum í þágu rannsóknarinnar. Landsréttur er sagður hafa staðfest úrskurð héraðsdóms þann 29. ágúst. Jón Óttar og Guðmundur Haukur unnu fyrir sérstakan saksóknara en hættu þar árið 2011 og stofnuðu í kjölfarið eftirlitsfyrirtækið PPP, sem virðist meðal annars hafa stundað njósnir gegn greiðslu. Greint var frá því í júní að Jón Óttar hefði kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum Jóns í tengslum við vinnu hans á vegum PPP.
Lögreglumál Dómsmál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira