Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar 6. október 2025 10:30 Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun