LeBron boðar aðra Ákvörðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2025 07:02 LeBron James er að hefja sitt 23. tímabil í NBA. Verður það hans síðasta? epa/CAROLINE BREHMAN Stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, LeBron James, boðar stóra tilkynningu á samfélagsmiðlum í dag. Einhverjir telja að hann ætli að greina frá því hvenær skórnir fari á hilluna. LeBron birti myndband á samfélagsmiðlum í gær þar sést ganga inn í íþróttasal og setjast gegnt öðrum manni. „Ákvörðun allra ákvarðana,“ skrifaði LeBron og meðfylgjandi var mylluverkið „Önnur Ákvörðun“. The decision of all decisions. October 7th. 12pm EST. 🫡👑 #TheSecondDecision pic.twitter.com/1uop8sIU25— LeBron James (@KingJames) October 6, 2025 LeBron vísar þarna í „Ákvörðunina“ frá 2010, þegar hann tilkynnti í beinni útsendingu á ESPN að hann myndi ganga í raðir Miami Heat frá Cleveland Cavaliers sem hann hafði leikið með allan sinn feril í NBA fram að því. „Ákvörðunin“ fór misjafnlega í fólk og sérstaklega illa í stuðningsmenn Cleveland sem reiddust LeBron fyrir að snúa baki við liðinu sem er frá heimaríki hans, Ohio. Flestir þeirra fyrirgáfu LeBron reyndar eftir að hann leiddi Cavs til NBA-meistaratitils 2016. Margir telja að LeBron ætli í annarri Ákvörðuninni að tilkynna að hann muni hætta í körfubolta eftir komandi tímabil. LeBron hefur spilað í NBA frá 2003 og næsta tímabil verður hans 23. í deildinni sem er met. LeBron hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 2018 og varð meistari með liðinu 2020. Hann vann einnig tvo titla með Miami og einn með Cavs eins og áður sagði. LeBron, sem verður 41 árs í lok ársins, er stigahæsti leikmaður í sögu NBA með 42.184 stig. Séu stig í deildar- og úrslitakeppni tekin saman eru þau 50.473 hjá LeBron. Elsti sonur LeBrons, Bronny, er einnig á mála hjá Lakers en hann verður seint talinn föðurbetrungur þegar að körfuboltanum kemur, þótt ágætur sé. Bronny kom við sögu í 29 leikjum í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili en lék einnig með South Bay Lakers í þróunardeild NBA. Lakers mætir Golden State Warriors í fyrsta leik sínum í NBA 21. október. NBA Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
LeBron birti myndband á samfélagsmiðlum í gær þar sést ganga inn í íþróttasal og setjast gegnt öðrum manni. „Ákvörðun allra ákvarðana,“ skrifaði LeBron og meðfylgjandi var mylluverkið „Önnur Ákvörðun“. The decision of all decisions. October 7th. 12pm EST. 🫡👑 #TheSecondDecision pic.twitter.com/1uop8sIU25— LeBron James (@KingJames) October 6, 2025 LeBron vísar þarna í „Ákvörðunina“ frá 2010, þegar hann tilkynnti í beinni útsendingu á ESPN að hann myndi ganga í raðir Miami Heat frá Cleveland Cavaliers sem hann hafði leikið með allan sinn feril í NBA fram að því. „Ákvörðunin“ fór misjafnlega í fólk og sérstaklega illa í stuðningsmenn Cleveland sem reiddust LeBron fyrir að snúa baki við liðinu sem er frá heimaríki hans, Ohio. Flestir þeirra fyrirgáfu LeBron reyndar eftir að hann leiddi Cavs til NBA-meistaratitils 2016. Margir telja að LeBron ætli í annarri Ákvörðuninni að tilkynna að hann muni hætta í körfubolta eftir komandi tímabil. LeBron hefur spilað í NBA frá 2003 og næsta tímabil verður hans 23. í deildinni sem er met. LeBron hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 2018 og varð meistari með liðinu 2020. Hann vann einnig tvo titla með Miami og einn með Cavs eins og áður sagði. LeBron, sem verður 41 árs í lok ársins, er stigahæsti leikmaður í sögu NBA með 42.184 stig. Séu stig í deildar- og úrslitakeppni tekin saman eru þau 50.473 hjá LeBron. Elsti sonur LeBrons, Bronny, er einnig á mála hjá Lakers en hann verður seint talinn föðurbetrungur þegar að körfuboltanum kemur, þótt ágætur sé. Bronny kom við sögu í 29 leikjum í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili en lék einnig með South Bay Lakers í þróunardeild NBA. Lakers mætir Golden State Warriors í fyrsta leik sínum í NBA 21. október.
NBA Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira