„Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 07:32 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur margoft gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna á opinberum vettvangi. Getty/Maja Hitij - Forseti ísraelska knattspyrnusambandsins gagnrýnir kollega sinn í norska knattspyrnusambandinu en Noregur og Ísrael mætast í undankeppni HM um næstu helgi. Moshe Zuares, forseti ísraelska knattspyrnusambandsins, ræddi við norsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýndi Lise Klaveness sem er forseti norska sambandsins. Þau Zuares og Klaveness sitja saman í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Israel-sjef om Lise Klaveness: – Har problemer med meningene hennes.Israels fotballpresident Moshe Zuares retter kritikk mot sin norske kollega Lise Klaveness foran lørdagens landskamp mellom nasjonene.https://t.co/Sx2cpzEuuj— Knut A Rosvold (@knutarnold) October 6, 2025 „Við eigum í góðu sambandi en ég á í vandræðum með að sætta mig við skoðanir hennar og viðbrögð. Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við,“ sagði Moshe Zuares við TV2. Hann heldur því meðal annars fram að Klaveness og norska knattspyrnusambandið hafi ekki sýnt hans þjóð samúð eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október 2023. „Hinn 7. október sendi hún mér ekki skilaboð eða hringdi í mig. Ekki heldur 8. eða 9. október. Hún sagði ekkert um það sem gerðist hér, ekki hálft orð,“ sagði Zuares. TV2 bar þetta undir norska forsetann sem segir þetta ekki vera satt. „Það er ekki rétt. Ég sendi honum persónuleg skilaboð daginn eftir 7. október. Ég sendi líka skilaboð þegar ár var liðið og fékk svar í bæði skiptin. Þetta voru einlæg skilaboð, því þetta var hræðileg árás. Við lýstum yfir okkar dýpstu samúð og samkennd og fengum svar til baka,“ segir Klaveness. Klaveness hefur talað hreint út um það að henni finnist persónulega að Ísrael, líkt og Rússland, hefði átt að vera útilokað frá alþjóðlegri knattspyrnu, vegna árása sinna á íbúa og heimili þeirra á Gasaströndinni. Þetta sagði hún síðast nýlega í hlaðvarpinu Pop og politikk. Moshe Zuares er forseti ísraelska knattspyrnusambandsins en hann sést hér á ársþingi FIFA.Getty/Thananuwat Srirasant Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Moshe Zuares, forseti ísraelska knattspyrnusambandsins, ræddi við norsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýndi Lise Klaveness sem er forseti norska sambandsins. Þau Zuares og Klaveness sitja saman í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Israel-sjef om Lise Klaveness: – Har problemer med meningene hennes.Israels fotballpresident Moshe Zuares retter kritikk mot sin norske kollega Lise Klaveness foran lørdagens landskamp mellom nasjonene.https://t.co/Sx2cpzEuuj— Knut A Rosvold (@knutarnold) October 6, 2025 „Við eigum í góðu sambandi en ég á í vandræðum með að sætta mig við skoðanir hennar og viðbrögð. Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við,“ sagði Moshe Zuares við TV2. Hann heldur því meðal annars fram að Klaveness og norska knattspyrnusambandið hafi ekki sýnt hans þjóð samúð eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október 2023. „Hinn 7. október sendi hún mér ekki skilaboð eða hringdi í mig. Ekki heldur 8. eða 9. október. Hún sagði ekkert um það sem gerðist hér, ekki hálft orð,“ sagði Zuares. TV2 bar þetta undir norska forsetann sem segir þetta ekki vera satt. „Það er ekki rétt. Ég sendi honum persónuleg skilaboð daginn eftir 7. október. Ég sendi líka skilaboð þegar ár var liðið og fékk svar í bæði skiptin. Þetta voru einlæg skilaboð, því þetta var hræðileg árás. Við lýstum yfir okkar dýpstu samúð og samkennd og fengum svar til baka,“ segir Klaveness. Klaveness hefur talað hreint út um það að henni finnist persónulega að Ísrael, líkt og Rússland, hefði átt að vera útilokað frá alþjóðlegri knattspyrnu, vegna árása sinna á íbúa og heimili þeirra á Gasaströndinni. Þetta sagði hún síðast nýlega í hlaðvarpinu Pop og politikk. Moshe Zuares er forseti ísraelska knattspyrnusambandsins en hann sést hér á ársþingi FIFA.Getty/Thananuwat Srirasant
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira