Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 8. október 2025 07:17 Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, var handtekin í nótt af Ísraelsher á leið sinni til Gasa með skipinu Conscience. Instagram Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. Á Instagram-síðu Frelsisflotans segir að þyrlur hafi meðal annars verið notaðar til að komast um borð skipanna, en þar má einnig sjá myndbönd frá áhafnarmeðlimum, þar með talið Möggu Stínu, þar sem hún segir að hún sé sjálfboðaliði um borð í skipinu og að ef fólk sé að horfa á myndbandið þá sé Ísraelsher búinn að ræna þeim. „Ég biðla til allra vina minna, fjölskyldu og félaga að þrýsta á íslensk stjórnvöld að krefjast lausnar minnar nú þegar og þrýsta á íslensk stjórnvöld að slíta stjórnmálastarfi,“ segir hún. Í ákalli frá fjölskyldu Möggu Stínu segir að áhafnarmeðlimum sé nú siglt yfir til Ashdod-hafnar í Ísrael og að þau hafi misst allt samband við hana og aðra skipverja. „Við fjölskyldan biðlum til íslenskra stjórnvalda að beita sér með öllum mætti fyrir því að ísraelsk yfirvöld leysi hana úr haldi tafarlaust, sem og aðra í áhöfn Frelsisflotans,“ segir í ákallinu. Misstu samband um klukkan fimm í nótt Salvör Gullbrá, dóttir Margrétar, segir að fjölskyldan hafi fengið að vita af handtökunni í gegnum frelsisflotann og samfélagsmiðla og að áhafnarmeðlimir hafi verið numdir á brott. Ferðin var skrásett á bæði Instagram og YouTube og því í raun hægt að sjá þegar Ísraelsher fer um borð, segir Salvör í samtali við fréttastofu. „Þannig fáum við þessar upplýsingar sirka svona fimm í morgun, eitthvað svoleiðis, og svo missum við allt samband við fólkið á bátnum og erum í rauninni ekki með neitt samband við móður mína, Möggu Stínu, eða neinn skipverja eins og er.“ Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Vísir/Arnar Hún segir fjölskylduna óska þess að íslensk yfirvöld bæði fordæmi handtökurnar og kalli eftir því að öllum áhafnarmeðlimum verði sleppt. Frelsisflotinn hafi verið í löglegum og friðsamlegum erindagjörðum og tilgangur þeirra hafi verið að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. „Það er mjög mikilvægt, við erum að tala um lækna, blaðamenn, friðarsinna. Þetta er allt fólk í friðsamlegum erindagjörðum sem er að reyna að koma neyðaraðstoð inn á svæði þar sem ríkir hungursneyð. Það að ræna því fólki um miðja nótt og færa það í ísraelsk fangelsi stenst ekki neina skoðun,“ segir Salvör. Hún segir borgaraþjónustuna vinna að því að fá upplýsingar um stöðu Möggu Stínu. Utanríkisráðuneytið fylgist með Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þeim sé kunnugt um að ísraelsk stjórnvöld hafi í dag farið um borð í skipið, Conscience, sem sigldi áleiðis í áttina til Gasa. Í tilkynningunni er það áréttað sem kom fram fyrr í vikunni að íslensk stjórnvöld hafi látið ísraelsk stjórnvöld vita að Íslendingur væri um borð og þau hvött til að virða bæði alþjóðalög og mannréttindi þeirra sem voru um borð. „Utanríkisráðuneytið er í samskiptum við þar til bæra aðila til að veita viðkomandi einstaklingi borgaraþjónustu og hefur enn fremur verið í sambandi við aðstandendur viðkomandi. Áfram verður fylgst með málinu,“ segir að lokum í tilkynningunni. Ísrael segir tilraunina tilgangslausa Fjallað er um handtökurnar á bæði Guardian og Al Jazeera. Á vef Guardian segir að utanríkisráðuneyti Ísraels hafi staðfest að hafa stöðvað bátana og sagt að allir um borð yrðu fluttir til hafnar og svo vísað úr landi. Í tilkynningu segir ráðuneytið þetta enn eina tilgangslausu tilraunina til að rjúfa herkví og komast inn á átakasvæði. Þá segir einnig að allir farþegar skipanna séu við góða heilsu og að þeim verði fljótlega vísað úr landi. Another futile attempt to breach the legal naval blockade and enter a combat zone ended in nothing. The vessels and the passengers are transferred to an Israeli port. All the passengers are safe and in good health. The passengers are expected to be deported promptly.— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) October 8, 2025 Blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn um borð Um borð í The Conscience, skipinu sem Margrét Kristín sigldi með, voru hátt í hundrað heilbrigðisstarfsmenn, blaðamenn og friðarsinnar sem vildu reyna að koma neyðaraðstoð og heilbrigðisstarfsfólki til íbúa Gaza. Um borð voru nauðsynjar á borð við lyf, hjúkrunarvörur og mataraðstoð upp á þrettán milljónir króna samkvæmt ákalli fjölskyldu Möggu Stínu. Af Instagram Frelsisflotans um handtökurnar í nótt. Instagram „Ísrael stendur engin ógn af þeim skipum sem sigla undir merkjum Frelsisflotans. Engu að síður hafa ísraelsk stjórnvöld gert skipin sem á undan sigldu upptæk með ofbeldi og ógnunum, rænt skipverjum og fargað matvælum og lyfjum sem um borð voru. Fréttir bárust í kjölfarið af illri meðferð Ísraels á fólkinu sem haldið er í Ktzi’ot-fangelsinu. Þeim hefur verið misþyrmt, neitað um næringu, vatn, svefn og lífsnauðsynleg lyf tekin af þeim. Mannréttindi þeirra eru virt að vettugi, rétt eins og Ísrael hefur virt mannréttindi palestínsku þjóðarinnar að vettugi allt frá byrjun hernáms og þjóðarmorðs Ísraels í Palestínu,“ segir í ákalli fjölskyldunnar og að þau hafi því miklar áhyggjur af henni og þeirri meðferð sem hún gæti hlotið í haldi Ísraela. Skora á stjórnvöld að bregðast við „Við skorum á íslensku ríkisstjórnina og almenning að fordæma ólöglega handtöku Ísraela á almennum borgurum og krefjast þess að allir sjálfboðaliðar verði látnir lausir tafarlaust,“ segir í ákallinu. Undir það rita Elsa María Blöndal, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Sólveig Hauksdóttir en þær eru systir, dóttir og móðir Möggu Stínu. Aðgerðasinnum vísað úr landi Fyrr í þessari viku var um 170 aðgerðasinnum vísað frá Ísrael eftir að hafa farið í sama leiðangur. Greta Thunberg var ein þeirra. Þau voru send til Grikklands og Slóvakíu eftir að hafa verið í haldi í um þrjá eða fjóra daga. Eftir að þau losnuðu úr haldi lýstu þau slæmri meðferð í haldi í Ísrael, sem ísraelsk stjórnvöld hafa neitað með öllu. Fréttin hefur verið uppfærð. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. 7. október 2025 09:59 Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. 7. október 2025 06:52 Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. 4. október 2025 23:40 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Á Instagram-síðu Frelsisflotans segir að þyrlur hafi meðal annars verið notaðar til að komast um borð skipanna, en þar má einnig sjá myndbönd frá áhafnarmeðlimum, þar með talið Möggu Stínu, þar sem hún segir að hún sé sjálfboðaliði um borð í skipinu og að ef fólk sé að horfa á myndbandið þá sé Ísraelsher búinn að ræna þeim. „Ég biðla til allra vina minna, fjölskyldu og félaga að þrýsta á íslensk stjórnvöld að krefjast lausnar minnar nú þegar og þrýsta á íslensk stjórnvöld að slíta stjórnmálastarfi,“ segir hún. Í ákalli frá fjölskyldu Möggu Stínu segir að áhafnarmeðlimum sé nú siglt yfir til Ashdod-hafnar í Ísrael og að þau hafi misst allt samband við hana og aðra skipverja. „Við fjölskyldan biðlum til íslenskra stjórnvalda að beita sér með öllum mætti fyrir því að ísraelsk yfirvöld leysi hana úr haldi tafarlaust, sem og aðra í áhöfn Frelsisflotans,“ segir í ákallinu. Misstu samband um klukkan fimm í nótt Salvör Gullbrá, dóttir Margrétar, segir að fjölskyldan hafi fengið að vita af handtökunni í gegnum frelsisflotann og samfélagsmiðla og að áhafnarmeðlimir hafi verið numdir á brott. Ferðin var skrásett á bæði Instagram og YouTube og því í raun hægt að sjá þegar Ísraelsher fer um borð, segir Salvör í samtali við fréttastofu. „Þannig fáum við þessar upplýsingar sirka svona fimm í morgun, eitthvað svoleiðis, og svo missum við allt samband við fólkið á bátnum og erum í rauninni ekki með neitt samband við móður mína, Möggu Stínu, eða neinn skipverja eins og er.“ Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Vísir/Arnar Hún segir fjölskylduna óska þess að íslensk yfirvöld bæði fordæmi handtökurnar og kalli eftir því að öllum áhafnarmeðlimum verði sleppt. Frelsisflotinn hafi verið í löglegum og friðsamlegum erindagjörðum og tilgangur þeirra hafi verið að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. „Það er mjög mikilvægt, við erum að tala um lækna, blaðamenn, friðarsinna. Þetta er allt fólk í friðsamlegum erindagjörðum sem er að reyna að koma neyðaraðstoð inn á svæði þar sem ríkir hungursneyð. Það að ræna því fólki um miðja nótt og færa það í ísraelsk fangelsi stenst ekki neina skoðun,“ segir Salvör. Hún segir borgaraþjónustuna vinna að því að fá upplýsingar um stöðu Möggu Stínu. Utanríkisráðuneytið fylgist með Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þeim sé kunnugt um að ísraelsk stjórnvöld hafi í dag farið um borð í skipið, Conscience, sem sigldi áleiðis í áttina til Gasa. Í tilkynningunni er það áréttað sem kom fram fyrr í vikunni að íslensk stjórnvöld hafi látið ísraelsk stjórnvöld vita að Íslendingur væri um borð og þau hvött til að virða bæði alþjóðalög og mannréttindi þeirra sem voru um borð. „Utanríkisráðuneytið er í samskiptum við þar til bæra aðila til að veita viðkomandi einstaklingi borgaraþjónustu og hefur enn fremur verið í sambandi við aðstandendur viðkomandi. Áfram verður fylgst með málinu,“ segir að lokum í tilkynningunni. Ísrael segir tilraunina tilgangslausa Fjallað er um handtökurnar á bæði Guardian og Al Jazeera. Á vef Guardian segir að utanríkisráðuneyti Ísraels hafi staðfest að hafa stöðvað bátana og sagt að allir um borð yrðu fluttir til hafnar og svo vísað úr landi. Í tilkynningu segir ráðuneytið þetta enn eina tilgangslausu tilraunina til að rjúfa herkví og komast inn á átakasvæði. Þá segir einnig að allir farþegar skipanna séu við góða heilsu og að þeim verði fljótlega vísað úr landi. Another futile attempt to breach the legal naval blockade and enter a combat zone ended in nothing. The vessels and the passengers are transferred to an Israeli port. All the passengers are safe and in good health. The passengers are expected to be deported promptly.— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) October 8, 2025 Blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn um borð Um borð í The Conscience, skipinu sem Margrét Kristín sigldi með, voru hátt í hundrað heilbrigðisstarfsmenn, blaðamenn og friðarsinnar sem vildu reyna að koma neyðaraðstoð og heilbrigðisstarfsfólki til íbúa Gaza. Um borð voru nauðsynjar á borð við lyf, hjúkrunarvörur og mataraðstoð upp á þrettán milljónir króna samkvæmt ákalli fjölskyldu Möggu Stínu. Af Instagram Frelsisflotans um handtökurnar í nótt. Instagram „Ísrael stendur engin ógn af þeim skipum sem sigla undir merkjum Frelsisflotans. Engu að síður hafa ísraelsk stjórnvöld gert skipin sem á undan sigldu upptæk með ofbeldi og ógnunum, rænt skipverjum og fargað matvælum og lyfjum sem um borð voru. Fréttir bárust í kjölfarið af illri meðferð Ísraels á fólkinu sem haldið er í Ktzi’ot-fangelsinu. Þeim hefur verið misþyrmt, neitað um næringu, vatn, svefn og lífsnauðsynleg lyf tekin af þeim. Mannréttindi þeirra eru virt að vettugi, rétt eins og Ísrael hefur virt mannréttindi palestínsku þjóðarinnar að vettugi allt frá byrjun hernáms og þjóðarmorðs Ísraels í Palestínu,“ segir í ákalli fjölskyldunnar og að þau hafi því miklar áhyggjur af henni og þeirri meðferð sem hún gæti hlotið í haldi Ísraela. Skora á stjórnvöld að bregðast við „Við skorum á íslensku ríkisstjórnina og almenning að fordæma ólöglega handtöku Ísraela á almennum borgurum og krefjast þess að allir sjálfboðaliðar verði látnir lausir tafarlaust,“ segir í ákallinu. Undir það rita Elsa María Blöndal, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Sólveig Hauksdóttir en þær eru systir, dóttir og móðir Möggu Stínu. Aðgerðasinnum vísað úr landi Fyrr í þessari viku var um 170 aðgerðasinnum vísað frá Ísrael eftir að hafa farið í sama leiðangur. Greta Thunberg var ein þeirra. Þau voru send til Grikklands og Slóvakíu eftir að hafa verið í haldi í um þrjá eða fjóra daga. Eftir að þau losnuðu úr haldi lýstu þau slæmri meðferð í haldi í Ísrael, sem ísraelsk stjórnvöld hafa neitað með öllu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. 7. október 2025 09:59 Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. 7. október 2025 06:52 Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. 4. október 2025 23:40 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. 7. október 2025 09:59
Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. 7. október 2025 06:52
Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. 4. október 2025 23:40