Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar 10. október 2025 08:45 Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun