Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. október 2025 07:18 Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun