„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2025 12:20 Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er ekki sáttur við fregnir af því að bækur eftir Laxness og Íslendingasögur séu kenndar í minni mæli en áður. Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. Nokkuð hefur verið fjallað um að skáldsögur Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness séu á undanhaldi í íslenskum framhaldsskólum, en Morgunblaðið greindi frá því í gær að hlutfall nemenda sem séu látnir lesa þær á framhaldsskólastigi sé um þriðjungur. Þá virðist Íslendingasögur einnig á undahaldi af námsskrá sama nemendahóps. Menntamálaráðherra segir þróunina hið versta mál. „Mér finnst þetta bara sorglegt, vegna þess að þetta er menningararfur okkar. Ég las Laxness og Njálu og á Íslendingasögurnar í tveimur útgáfum. Eldri útgáfur með eldri orðaforða, og svo nýrri. Mér finnst það bara sorglegt ef það er,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Hann segir tilefni til að hann og hans ráðuneyti skoði málið betur. „Ég ætla að skoða þetta, alveg. Mig langar þá líka að skoða hvernig er með að læra kvæði í skólum, sem ég taldi að væri mjög gott fyrir fólk, bæði börn og annað, til að ná orðaforða og lesskilningi.“ Meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs vegna málsins er Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði um uppgjöf gagnvart áskorunum í menntamálum að ræða. Tekur þú svo djúpt í árinni? „Nei. Alls ekki. Við gefumst ekki upp. Við gefumst ekki upp á að mennta börnin okkar. Það gerum við aldrei.“ Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halldór Laxness Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um að skáldsögur Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness séu á undanhaldi í íslenskum framhaldsskólum, en Morgunblaðið greindi frá því í gær að hlutfall nemenda sem séu látnir lesa þær á framhaldsskólastigi sé um þriðjungur. Þá virðist Íslendingasögur einnig á undahaldi af námsskrá sama nemendahóps. Menntamálaráðherra segir þróunina hið versta mál. „Mér finnst þetta bara sorglegt, vegna þess að þetta er menningararfur okkar. Ég las Laxness og Njálu og á Íslendingasögurnar í tveimur útgáfum. Eldri útgáfur með eldri orðaforða, og svo nýrri. Mér finnst það bara sorglegt ef það er,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Hann segir tilefni til að hann og hans ráðuneyti skoði málið betur. „Ég ætla að skoða þetta, alveg. Mig langar þá líka að skoða hvernig er með að læra kvæði í skólum, sem ég taldi að væri mjög gott fyrir fólk, bæði börn og annað, til að ná orðaforða og lesskilningi.“ Meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs vegna málsins er Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði um uppgjöf gagnvart áskorunum í menntamálum að ræða. Tekur þú svo djúpt í árinni? „Nei. Alls ekki. Við gefumst ekki upp. Við gefumst ekki upp á að mennta börnin okkar. Það gerum við aldrei.“
Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halldór Laxness Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira