Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. október 2025 17:04 Sverrir Einar birti skjáskot af aðgerðum lögreglu á B5 í október 2023. Sverrir Einar Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. Í Facebookfærslu rekur hann málsatvikin frá sínu sjónarhorni. Hann hafi keypt staðinn í júní 2023 eftir að ýmislegt hefði gengið á meðan Bankastræti Club var og hét. „Þá var staðurinn að þrotum kominn eftir átök sem höfðu átt sér stað áður en ég kom að rekstrinum. Ég tók við honum í þeirri von að snúa vörn í sókn – og það tókst,“ skrifar Sverrir. En var staðurinn að þrotum kominn? Í samtali við fréttastofu segir Björn Leifsson, eigandi World Class sem var viðriðinn rekstur Bankastræti Club, að engar skuldir hafi verið á fyrirtækinu þegar Sverrir keypti kennitöluna. Hann hafi verið rekinn í fimm milljón króna tapi árið áður en Sverrir fengið kennitöluna afhenta á núlli. Fjörutíu viðkomur á rúmu ári Sverrir segir í færslunni að með öflugu starfsfólki hafi tekist að blása lífi í B5 á ný, á örfáum vikum hafi B5 aftur orðið einn vinsælasti skemmtistaður landsins og helgi eftir helgi hafi verið fullt út úr dyrum. „Þessi velgengni fór augljóslega í taugarnar á fyrrverandi eigendum staðarins, sem tengjast félaginu KG ehf. og töldu sig jafnframt eiga rétt á nafninu B5,“ skrifar Sverrir. Síðar hafi komið í ljós að kröfur þeirra væru tilhæfulausar og nafnið B5 aftur verið tekið upp. Þá sakar Sverrir tiltekinn lögreglumann um markvissa og kerfisbundna áreitni gegn sér, fjölskyldu sinni, starfsfólki og viðskiptavinum. „Í tæplega 15 mánuði mætti hann ítrekað, allt að 40 sinnum, á staðina sem ég rak – stundum með 8–15 manna lögreglusveit sem hann kallaði „hefðbundið eftirlit með rekstri skemmtistaðar“,“ skrifar Sverrir. Tilhæfulausar ásakanir um líkamsárás Hann sakar lögreglumanninn um að hafa lagt fram uppspunnar ásakanir sem fólust meðal annars í því að starfsmenn hefðu hleypt inn ungmennum undir lögaldri og að staðurinn hefði ekki verið með nægilega marga dyraverði. „Síðar hélt hann því fram að ég hefði ráðist á hann. Það var algerlega uppspuni,“ skrifar Sverrir. Hann bendir á að allar ásakanirnar hafi verið felldar niður af bæði Héraðs- og Ríkissaksóknara sem algjörlega tilhæfulausar. Hann segir framgöngu lögreglumannsins í andstöðu við meginreglur stjórnsýslulaga, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögreglulög. „Stuttu síðar sannfærði þessi sami lögreglumaður sýslumann um að afturkalla rekstrarleyfi B5 tímabundið í sex vikur með því að leggja fram falskar og upplognar ásakanir,“ skrifar Sverrir. Sýslumaður hafi fallist á það og það hafi í raun verið banabiti B5. Innsiglun og handtaka til að niðurlægja og ærumeiða „Þegar leyfið fékkst aftur hafði markaðurinn breyst og staðurinn misst skriðþunga. Það er einfaldlega ekki stemning að skemmta sér með 15 lögreglumenn yfir sér, og eftir þessar endurteknu aðgerðir var traust gesta og starfsfólks brotið niður. B5 náði sér aldrei aftur á strik, þrátt fyrir mikinn vilja og vinnu – og sú lokun markaði í raun endalok vinsælasta skemmtistaðar landsins,“ skrifar Sverrir. Í apríl 2024, þegar lokað hafði verið á B5 í fimm mánuði, innsiglaði lögreglan staðinn að kröfu Skattsins. Sama dag var skemmtistaðurinn Exit, einnig í eigu Sverris, innsiglaður og Sverrir leiddur þaðan út í handjárnum. Sverrir segir aðgerðina tilgangslausa, andstæða meðalhófi og til þess fallna að niðurlægja sig og valda sér tjóni og orðsporsmissi. Nokkrum dögum síðar hafi hann farið á fund Skattsins, beðist afsökunar og leiðrétt mistök sín þannig að staðirnir gætu opnað aftur. „Það var ljóst að Skatturinn hafði einungis fylgt röngum upplýsingum frá lögreglunni,“ skrifar Sverrir. Hann segir frá því að á sama tíma og umræddur lögreglumaður kærði hann fyrir meinta líkamsárás hafi hann sjálfur kært lögreglumanninn til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna framgöngu hans gagnvart sér. „Þessi gagnkvæmu kærumál gera hann augljóslega vanhæfan til að sinna neinum málum sem varða mig, fjölskyldu mína eða fyrirtæki mín. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að áreita mig, starfsfólk mitt og staðina sem ég rak.“ Í hart við ríkið Sverrir segist hafa átt fund með Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og eftir það hafi meint áreitni lögreglumannsins hætt með öllu. Hann lýsir áhyggjum af því að utanaðkomandi aðilar hafi haft fjárhagslegan eða persónulegan ávinning af því að stöðva rekstur staðarins. „Ég hef nú beðið Svein Andra Sveinsson hrl. um að fara í skaðabótamál á hendur ríkinu vegna þess tjóns og þess misréttis sem þessar aðgerðir höfðu í för með sér. Þrot B5 er bein afleiðing þessa fordæmalausa eineltis þessa lögreglumanns og afskiptaleysis yfirmanna hans,“ segir Sverrir. Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Reykjavík Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Í Facebookfærslu rekur hann málsatvikin frá sínu sjónarhorni. Hann hafi keypt staðinn í júní 2023 eftir að ýmislegt hefði gengið á meðan Bankastræti Club var og hét. „Þá var staðurinn að þrotum kominn eftir átök sem höfðu átt sér stað áður en ég kom að rekstrinum. Ég tók við honum í þeirri von að snúa vörn í sókn – og það tókst,“ skrifar Sverrir. En var staðurinn að þrotum kominn? Í samtali við fréttastofu segir Björn Leifsson, eigandi World Class sem var viðriðinn rekstur Bankastræti Club, að engar skuldir hafi verið á fyrirtækinu þegar Sverrir keypti kennitöluna. Hann hafi verið rekinn í fimm milljón króna tapi árið áður en Sverrir fengið kennitöluna afhenta á núlli. Fjörutíu viðkomur á rúmu ári Sverrir segir í færslunni að með öflugu starfsfólki hafi tekist að blása lífi í B5 á ný, á örfáum vikum hafi B5 aftur orðið einn vinsælasti skemmtistaður landsins og helgi eftir helgi hafi verið fullt út úr dyrum. „Þessi velgengni fór augljóslega í taugarnar á fyrrverandi eigendum staðarins, sem tengjast félaginu KG ehf. og töldu sig jafnframt eiga rétt á nafninu B5,“ skrifar Sverrir. Síðar hafi komið í ljós að kröfur þeirra væru tilhæfulausar og nafnið B5 aftur verið tekið upp. Þá sakar Sverrir tiltekinn lögreglumann um markvissa og kerfisbundna áreitni gegn sér, fjölskyldu sinni, starfsfólki og viðskiptavinum. „Í tæplega 15 mánuði mætti hann ítrekað, allt að 40 sinnum, á staðina sem ég rak – stundum með 8–15 manna lögreglusveit sem hann kallaði „hefðbundið eftirlit með rekstri skemmtistaðar“,“ skrifar Sverrir. Tilhæfulausar ásakanir um líkamsárás Hann sakar lögreglumanninn um að hafa lagt fram uppspunnar ásakanir sem fólust meðal annars í því að starfsmenn hefðu hleypt inn ungmennum undir lögaldri og að staðurinn hefði ekki verið með nægilega marga dyraverði. „Síðar hélt hann því fram að ég hefði ráðist á hann. Það var algerlega uppspuni,“ skrifar Sverrir. Hann bendir á að allar ásakanirnar hafi verið felldar niður af bæði Héraðs- og Ríkissaksóknara sem algjörlega tilhæfulausar. Hann segir framgöngu lögreglumannsins í andstöðu við meginreglur stjórnsýslulaga, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögreglulög. „Stuttu síðar sannfærði þessi sami lögreglumaður sýslumann um að afturkalla rekstrarleyfi B5 tímabundið í sex vikur með því að leggja fram falskar og upplognar ásakanir,“ skrifar Sverrir. Sýslumaður hafi fallist á það og það hafi í raun verið banabiti B5. Innsiglun og handtaka til að niðurlægja og ærumeiða „Þegar leyfið fékkst aftur hafði markaðurinn breyst og staðurinn misst skriðþunga. Það er einfaldlega ekki stemning að skemmta sér með 15 lögreglumenn yfir sér, og eftir þessar endurteknu aðgerðir var traust gesta og starfsfólks brotið niður. B5 náði sér aldrei aftur á strik, þrátt fyrir mikinn vilja og vinnu – og sú lokun markaði í raun endalok vinsælasta skemmtistaðar landsins,“ skrifar Sverrir. Í apríl 2024, þegar lokað hafði verið á B5 í fimm mánuði, innsiglaði lögreglan staðinn að kröfu Skattsins. Sama dag var skemmtistaðurinn Exit, einnig í eigu Sverris, innsiglaður og Sverrir leiddur þaðan út í handjárnum. Sverrir segir aðgerðina tilgangslausa, andstæða meðalhófi og til þess fallna að niðurlægja sig og valda sér tjóni og orðsporsmissi. Nokkrum dögum síðar hafi hann farið á fund Skattsins, beðist afsökunar og leiðrétt mistök sín þannig að staðirnir gætu opnað aftur. „Það var ljóst að Skatturinn hafði einungis fylgt röngum upplýsingum frá lögreglunni,“ skrifar Sverrir. Hann segir frá því að á sama tíma og umræddur lögreglumaður kærði hann fyrir meinta líkamsárás hafi hann sjálfur kært lögreglumanninn til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna framgöngu hans gagnvart sér. „Þessi gagnkvæmu kærumál gera hann augljóslega vanhæfan til að sinna neinum málum sem varða mig, fjölskyldu mína eða fyrirtæki mín. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að áreita mig, starfsfólk mitt og staðina sem ég rak.“ Í hart við ríkið Sverrir segist hafa átt fund með Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og eftir það hafi meint áreitni lögreglumannsins hætt með öllu. Hann lýsir áhyggjum af því að utanaðkomandi aðilar hafi haft fjárhagslegan eða persónulegan ávinning af því að stöðva rekstur staðarins. „Ég hef nú beðið Svein Andra Sveinsson hrl. um að fara í skaðabótamál á hendur ríkinu vegna þess tjóns og þess misréttis sem þessar aðgerðir höfðu í för með sér. Þrot B5 er bein afleiðing þessa fordæmalausa eineltis þessa lögreglumanns og afskiptaleysis yfirmanna hans,“ segir Sverrir.
Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Reykjavík Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira