Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar 12. október 2025 13:30 Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun