Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifa 13. október 2025 11:33 Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Stéttarfélög innan Fagfélaganna lýsa yfir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum. Félagsfólk okkar vinnur oft langa vinnudaga, og töluverður hluti þess er í vaktavinnu þar sem vinnudagurinn teygir sig langt fram á kvöld. Með fyrirhuguðum breytingum blasir við að margir munu lenda annað hvort í þjónustuskerðingu eða umtalsverðum hækkunum á leikskólagjöldum. Við erum þó sammála því að eitthvað þarf að gera í leikskólamálum – en leiðin sem borgin hefur valið er ekki sú rétta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og grunnstoð samfélagsins. Það þarf að meta störf leikskólafólks að verðleikum, hækka laun, bæta aðstöðu og fjölga stöðugildum. Það er löngu ljóst að miklar kröfur og álag hafa ýtt undir mönnunarvanda og veikindaforföll. Starfsfólk leikskóla kennir og sér um okkar dýrmætustu verðmæti – börnin okkar – og á skilið að fá greitt í samræmi við þá ábyrgð sem því er falin. Í síðustu kjarasamningum skrifuðu sveitarfélögin undir og lofuðu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Ljóst er að með þessum breytingum er Reykjavíkurborg að gjörbrjóta það samkomulag. Við viljum einnig benda á að stór hluti félagsfólks okkar eru karlar. Við viljum styðja við og hvetja karla til að taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun barna. Við óttumst hins vegar að með þessum breytingum verði bakslag í þeirri baráttu, þar sem vinnutilhögun margra feðra mun einfaldlega útiloka jafna þátttöku. Þá lendir sú ábyrgð aftur í enn meira mæli á konum. Við það verður ekki unað. Við hvetjum Reykjavíkurborg eindregið til að staldra við, hlusta á raddir fólksins sem þetta snertir, og hugsa málið upp á nýtt. Andri er formaður FÍR, Félags íslenskra rafvirkja, og varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Óskar er formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Stéttarfélög innan Fagfélaganna lýsa yfir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum. Félagsfólk okkar vinnur oft langa vinnudaga, og töluverður hluti þess er í vaktavinnu þar sem vinnudagurinn teygir sig langt fram á kvöld. Með fyrirhuguðum breytingum blasir við að margir munu lenda annað hvort í þjónustuskerðingu eða umtalsverðum hækkunum á leikskólagjöldum. Við erum þó sammála því að eitthvað þarf að gera í leikskólamálum – en leiðin sem borgin hefur valið er ekki sú rétta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og grunnstoð samfélagsins. Það þarf að meta störf leikskólafólks að verðleikum, hækka laun, bæta aðstöðu og fjölga stöðugildum. Það er löngu ljóst að miklar kröfur og álag hafa ýtt undir mönnunarvanda og veikindaforföll. Starfsfólk leikskóla kennir og sér um okkar dýrmætustu verðmæti – börnin okkar – og á skilið að fá greitt í samræmi við þá ábyrgð sem því er falin. Í síðustu kjarasamningum skrifuðu sveitarfélögin undir og lofuðu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Ljóst er að með þessum breytingum er Reykjavíkurborg að gjörbrjóta það samkomulag. Við viljum einnig benda á að stór hluti félagsfólks okkar eru karlar. Við viljum styðja við og hvetja karla til að taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun barna. Við óttumst hins vegar að með þessum breytingum verði bakslag í þeirri baráttu, þar sem vinnutilhögun margra feðra mun einfaldlega útiloka jafna þátttöku. Þá lendir sú ábyrgð aftur í enn meira mæli á konum. Við það verður ekki unað. Við hvetjum Reykjavíkurborg eindregið til að staldra við, hlusta á raddir fólksins sem þetta snertir, og hugsa málið upp á nýtt. Andri er formaður FÍR, Félags íslenskra rafvirkja, og varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Óskar er formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun