Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið 15. október 2025 15:31 Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram. Félagsmiðstöðvar eru meira en hús með borðtennisborði og PlayStation. Þær eru faglegt uppeldisstarf sem byggir á rannsóknum, hugmyndafræði og menntun sérfræðinga í frítímastarfi. Starfið er markvisst og meðvitað og það byggir á trausti, tengslum og að mæta börnum og unglingum á þeirra eigin forsendum. Við vitum að þegar við bjóðum unglingum upp á öruggt rými með jákvæðum fyrirmyndum og fjölbreyttum viðfangsefnum, þá aukum við líkurnar á heilbrigðum lífsstíl og drögum úr áhættuhegðun. Félagsmiðstöðvar eru því ekki bara „góð viðbót“, þær eru kjarninn í forvarnarstarfi og félagslegu öryggisneti ungs fólks. En nú er verið að draga úr! Ekki auka þessa grunnstoð. Á Akureyri var til að mynda öllu fagfólki félagsmiðstöðva sagt upp í sl. vor og starfsemin færð undir stjórn skólastjórnenda. Til að setja í samhengi má segja að það sé eins og við myndum leggja niður heilbrigðisþjónustu og segja leikskólastjórum að sinna skurðlækningum. Þetta er ekki spurning um góðan ásetning heldur spurning um fagmennsku. Það skiptir máli að frítími barna sé skipulagður af fólki sem hefur menntun í tómstunda- og félagsmálafræði. Fólki sem hefur þjálfun í að styðja við sjálfsmynd barna, efla félagsfærni og byggja upp verndandi tengslanet í kringum unglinga. Þetta er ekki hlutverk skólastjóra, sem sinna allt öðru fagstarfi, heldur sérfræðinga í frístundastarfi, sérfræðinga í hópaþróun, sérfræðinga í að finna styrkleika og efla þá í hverjum á einum á þeirra forsendum. Sérfræðinga í að skapa öruggt rými þar sem hægt er að rekast á í samskiptum og sérfræðinga í að veita tólin og tækin til að vinna úr þeim árekstrum ásamt öruggu rými til þess að læra af því. Sérfræðinga í ígrundun og reynslunámi. Sérfræðinga í félagsfærni sem skiptir mestu máli á tímum gervigreindar. Sérfræðinga í frítíma barna og ungmenna. Við sjáum merki um breytingar í unglingamenningu og í raun miklu meira en merki. Við sjáum aukna vanlíðan, aukna áhættuhegðun og aukið ofbeldi. Það sýnir hversu mikilvægt það er að eiga einhvern sem maður getur treyst. Einhvern sem segir: „Ég sé þig. Þú ert velkomin/n/ð.“ Sá “einhver” er oftar en ekki starfsfólkið í félagsmiðstöðvunum. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við virkilega veikja þessa starfsemi? Eða ætlum við að styrkja hana, efla hana og veita henni þá virðingu sem hún á skilið? Því sem samfélag getum við valið. Við getum staðið með börnum og unglingum. Við getum veitt þeim rými, traust og tengsl. Við getum sagt: „Tíminn þinn skiptir máli og við erum hér til að styðja þig.“ Ég vil að við gefum í. Til hamingju við öll með félagsmiðstöðvar og öryggið sem þær færa börnunum okkar og unglingum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknar og formaður Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram. Félagsmiðstöðvar eru meira en hús með borðtennisborði og PlayStation. Þær eru faglegt uppeldisstarf sem byggir á rannsóknum, hugmyndafræði og menntun sérfræðinga í frítímastarfi. Starfið er markvisst og meðvitað og það byggir á trausti, tengslum og að mæta börnum og unglingum á þeirra eigin forsendum. Við vitum að þegar við bjóðum unglingum upp á öruggt rými með jákvæðum fyrirmyndum og fjölbreyttum viðfangsefnum, þá aukum við líkurnar á heilbrigðum lífsstíl og drögum úr áhættuhegðun. Félagsmiðstöðvar eru því ekki bara „góð viðbót“, þær eru kjarninn í forvarnarstarfi og félagslegu öryggisneti ungs fólks. En nú er verið að draga úr! Ekki auka þessa grunnstoð. Á Akureyri var til að mynda öllu fagfólki félagsmiðstöðva sagt upp í sl. vor og starfsemin færð undir stjórn skólastjórnenda. Til að setja í samhengi má segja að það sé eins og við myndum leggja niður heilbrigðisþjónustu og segja leikskólastjórum að sinna skurðlækningum. Þetta er ekki spurning um góðan ásetning heldur spurning um fagmennsku. Það skiptir máli að frítími barna sé skipulagður af fólki sem hefur menntun í tómstunda- og félagsmálafræði. Fólki sem hefur þjálfun í að styðja við sjálfsmynd barna, efla félagsfærni og byggja upp verndandi tengslanet í kringum unglinga. Þetta er ekki hlutverk skólastjóra, sem sinna allt öðru fagstarfi, heldur sérfræðinga í frístundastarfi, sérfræðinga í hópaþróun, sérfræðinga í að finna styrkleika og efla þá í hverjum á einum á þeirra forsendum. Sérfræðinga í að skapa öruggt rými þar sem hægt er að rekast á í samskiptum og sérfræðinga í að veita tólin og tækin til að vinna úr þeim árekstrum ásamt öruggu rými til þess að læra af því. Sérfræðinga í ígrundun og reynslunámi. Sérfræðinga í félagsfærni sem skiptir mestu máli á tímum gervigreindar. Sérfræðinga í frítíma barna og ungmenna. Við sjáum merki um breytingar í unglingamenningu og í raun miklu meira en merki. Við sjáum aukna vanlíðan, aukna áhættuhegðun og aukið ofbeldi. Það sýnir hversu mikilvægt það er að eiga einhvern sem maður getur treyst. Einhvern sem segir: „Ég sé þig. Þú ert velkomin/n/ð.“ Sá “einhver” er oftar en ekki starfsfólkið í félagsmiðstöðvunum. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við virkilega veikja þessa starfsemi? Eða ætlum við að styrkja hana, efla hana og veita henni þá virðingu sem hún á skilið? Því sem samfélag getum við valið. Við getum staðið með börnum og unglingum. Við getum veitt þeim rými, traust og tengsl. Við getum sagt: „Tíminn þinn skiptir máli og við erum hér til að styðja þig.“ Ég vil að við gefum í. Til hamingju við öll með félagsmiðstöðvar og öryggið sem þær færa börnunum okkar og unglingum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknar og formaður Framsóknar í Reykjavík.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun