Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 22:01 Lamine Yamal með pabba sínum Mounir Nasraoui, mömmu sinni Sheila Ebana og yngri bróður sínum Keyne. Getty/Mustafa Yalcin Virtur franskur blaðamaður heldur því fram að Barcelona eigi á hættu að missa unga stórstjörnu liðsins, hinn frábæra Lamine Yamal. Strákurinn er enn bara átján ára gamall en stjarna hans hefur risið hátt síðustu ár. Romain Molina er þekktur franskur blaðamaður sem er kunnur fyrir að afhjúpa hneykslismál í fótboltaheiminum. Hann heldur því fram að faðir Lamine Yamal sé að þrýsta á að strákurinn yfirgefi Barcelona. Molina segir frá þeirri þróun að faðir Yamal sé að ná sífellt meiri áhrifum innan Barcelona. Hann er að nýta sér það að Lamine er orðinn einn besti fótboltamaður heims og ræður því miklu um framtíð Börsunga. VIDEO / Les intérêts derrière Lamine Yamal (agent, sponsors, PSG, City...) https://t.co/PoOoq1AbIwBeaucoup à dire sur les business/enjeux derrière un joueur et son entourage à qui tout le monde dit oui depuis des années avec des offres toujours plus grandes..Keep the faith! pic.twitter.com/7y7gToS0gN— Romain Molina (@Romain_Molina) October 12, 2025 Allt þetta mál hefur haft neikvæð áhrif á liðsandann í Barcelona. Faðir Lamine er sagður hafa krafist þess að félagið setti son sinn framar Raphinha í baráttunni um hinn virta Gullknött en auk þess hefur hann komið með aðrar undarlegar beiðnir, svo sem að fá einkaþotur og önnur fríðindi, sem félagið hefur orðið við. Nú virðist sem faðir Lamine Yamal sé að íhuga að færa sig yfir til Paris Saint-Germain. Svo virðist sem stjórn PSG hafi mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu Yamal fyrr en síðar. Eins og staðan er núna getur Barcelona varla keppt við tilboð PSG, í öllum þeim fjárhagsvandræðum sem spænska félagið er í. Það er hætt við því að þessar sögusagnir muni elta strákinn og Börsunga næstu misserin. Það er ekki bara faðir Lamine sem hagar sér undarlega. Móðir hans hefur verið að skipuleggja myndatökur þar sem fólk greiðir háar fjárhæðir fyrir að taka myndir með „móður besta leikmanns heims“. Foreldrar Lamine Yamal eru því með alvöru stjörnustæla á meðan strákurinn þeirra heillar alla inni á vellinum. 🚨 𝗡𝗘𝗪: There have been some privileges requested by Lamine Yamal's family to Barça, including:• Private jets• Special photo opportunities, • Special favorsMost of the time, Barça complies — it’s easier to say yes than risk offending the family.— @Romain_Molina pic.twitter.com/IfhlTyL7cs— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) October 13, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Romain Molina er þekktur franskur blaðamaður sem er kunnur fyrir að afhjúpa hneykslismál í fótboltaheiminum. Hann heldur því fram að faðir Lamine Yamal sé að þrýsta á að strákurinn yfirgefi Barcelona. Molina segir frá þeirri þróun að faðir Yamal sé að ná sífellt meiri áhrifum innan Barcelona. Hann er að nýta sér það að Lamine er orðinn einn besti fótboltamaður heims og ræður því miklu um framtíð Börsunga. VIDEO / Les intérêts derrière Lamine Yamal (agent, sponsors, PSG, City...) https://t.co/PoOoq1AbIwBeaucoup à dire sur les business/enjeux derrière un joueur et son entourage à qui tout le monde dit oui depuis des années avec des offres toujours plus grandes..Keep the faith! pic.twitter.com/7y7gToS0gN— Romain Molina (@Romain_Molina) October 12, 2025 Allt þetta mál hefur haft neikvæð áhrif á liðsandann í Barcelona. Faðir Lamine er sagður hafa krafist þess að félagið setti son sinn framar Raphinha í baráttunni um hinn virta Gullknött en auk þess hefur hann komið með aðrar undarlegar beiðnir, svo sem að fá einkaþotur og önnur fríðindi, sem félagið hefur orðið við. Nú virðist sem faðir Lamine Yamal sé að íhuga að færa sig yfir til Paris Saint-Germain. Svo virðist sem stjórn PSG hafi mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu Yamal fyrr en síðar. Eins og staðan er núna getur Barcelona varla keppt við tilboð PSG, í öllum þeim fjárhagsvandræðum sem spænska félagið er í. Það er hætt við því að þessar sögusagnir muni elta strákinn og Börsunga næstu misserin. Það er ekki bara faðir Lamine sem hagar sér undarlega. Móðir hans hefur verið að skipuleggja myndatökur þar sem fólk greiðir háar fjárhæðir fyrir að taka myndir með „móður besta leikmanns heims“. Foreldrar Lamine Yamal eru því með alvöru stjörnustæla á meðan strákurinn þeirra heillar alla inni á vellinum. 🚨 𝗡𝗘𝗪: There have been some privileges requested by Lamine Yamal's family to Barça, including:• Private jets• Special photo opportunities, • Special favorsMost of the time, Barça complies — it’s easier to say yes than risk offending the family.— @Romain_Molina pic.twitter.com/IfhlTyL7cs— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) October 13, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira