Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar 16. október 2025 09:02 Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Eitt dæmi eru leiðir sveitarfélaga til að leysa leikskólavandann með því að stytta vistunartíma barna, loka í fleiri daga á ári og gera foreldrum erfiðara fyrir að láta púslið sem barnauppeldi getur verið ganga upp. Hvernig á dæmið að ganga upp? Tökum dæmi úr Reykjavíkurleiðinni. Leikskólar loka í 20 virka daga á sumrin. Ofan á það bætast 6 starfsdagar. Hvert foreldri þarf því að eiga frí í 26 daga á ári svo það þurfi ekki að taka launalaust leyfi. Ofan á það leggjast, samkvæmt Reykjavíkurleiðinni, 10 dagar sem þú annað hvort sleppur við að barnið fari í leikskólann og færð þá afslátt af leikskólagjöldum eða borgar sérstaklega fyrir og miklu hærra gjald en venjulega. Þá er heildarfjöldi daga sem ætlast er til að foreldrar taki frí frá vinnu til að minnka vistun í leiksskóla kominn í 36 virka dagar á ári. Orlof starfsmanna á vinnumarkaði er á bilinu 24-30 dagar, mér sýnist enginn fá meira en það. Því spyr ég, hvernig á einstætt foreldri að brúa það? Svo er það hin spurningin, á hverjum mun þetta lenda? Við vitum að í gagnkynja samböndum er yfirgnæfandi meirihluti kvenna sem tekur á sig þriðju vaktina, konur taka lengra fæðingarorlof og allar líkur eru á að margar konur muni sitja uppi með að finna leiðina til að láta styttri vistunartíma og láta fleiri frídaga í leikskóla ganga upp. Ekkert má út af bregða Reykjavíkurleiðin leggur líka til styttri föstudaga og gengur út frá því að öll á vinnumarkaði séu með styttingu vinnuvikunnar. Tökum dæmi af foreldri sem er í stéttarfélaginu VR, þar er samningsbundinn vinnutími er 35,5 tímar á viku (það er ef manneskjan tekur ekki kaffitíma) sem gerir rúma 7 tíma á dag. Nú vinnur foreldrið í miðbæ Reykjavíkur en býr í Grafarholti. Það tekur um 25 mínútur að aka til vinnu og annað eins til baka. Sem sagt 8 tímar á dag. Það má ekkert út af bregða til að ná þessu frá mánudegi til fimmtudags en á föstudegi getur foreldrið lítið gert, nema annað hvort borgað meira fyrir vistun og vera stimplað af siðapostulum sem lélegt foreldri sem vill ekki vera með barninu sínu eða minnka við sig í vinnu, fá lægri tekjur og á endanum minni lífeyrisréttindi. Leið meirihlutans í Reykjavík, sem minnir sorglega mikið á leið Kópavogs, er að minnka vistunartíma barna, hækka leikskólagjöld og auka álag á foreldra. Það eina sem þessar leiðir gera er að leysa styttingu vinnuvikunnar á leikskólum án nokkurs samtals við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulagið. Þessar leiðir tryggja ekki betri laun eða betri mönnun á leikskóla. Kröfur kvennaárs Það er áhugavert að skoða þessa leið Reykjavíkurborgar í samhengi við kröfur kvennaárs. Í kröfum kvennaárs segir: „Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Yfir helmingur barna fær ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur. Umönnunarbilið bitnar verr á tekjum, tækifærum og lífeyrisréttindum mæðra en feðra. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Tekjur feðra lækka hins vegar um 3-5% við fæðingu barns en eftir ár eru þær orðnar þær sömu og áður. Einstæðar mæður eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Og jafnframt kemur fram að helsta ástæða launamunar kynjanna er kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þess er krafist að lögfesta skuli leiksskólavist frá því að fæðingarorlofi lýkur og leiðrétta kerfisbundið mat á kvennastörfum. Á meðan ríkisstjórnin vinnur tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leiksskóla og vinnur að endurmati á virði kvennastarfa þá ákveða sveitarfélög eins og Reykjavík að fara í þveröfuga átt. Það eru kaldar kveðjur á kvennaári. Höfundur er móðir leikskólabarns, Viðreisnarkona og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Reykjavík Leikskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Eitt dæmi eru leiðir sveitarfélaga til að leysa leikskólavandann með því að stytta vistunartíma barna, loka í fleiri daga á ári og gera foreldrum erfiðara fyrir að láta púslið sem barnauppeldi getur verið ganga upp. Hvernig á dæmið að ganga upp? Tökum dæmi úr Reykjavíkurleiðinni. Leikskólar loka í 20 virka daga á sumrin. Ofan á það bætast 6 starfsdagar. Hvert foreldri þarf því að eiga frí í 26 daga á ári svo það þurfi ekki að taka launalaust leyfi. Ofan á það leggjast, samkvæmt Reykjavíkurleiðinni, 10 dagar sem þú annað hvort sleppur við að barnið fari í leikskólann og færð þá afslátt af leikskólagjöldum eða borgar sérstaklega fyrir og miklu hærra gjald en venjulega. Þá er heildarfjöldi daga sem ætlast er til að foreldrar taki frí frá vinnu til að minnka vistun í leiksskóla kominn í 36 virka dagar á ári. Orlof starfsmanna á vinnumarkaði er á bilinu 24-30 dagar, mér sýnist enginn fá meira en það. Því spyr ég, hvernig á einstætt foreldri að brúa það? Svo er það hin spurningin, á hverjum mun þetta lenda? Við vitum að í gagnkynja samböndum er yfirgnæfandi meirihluti kvenna sem tekur á sig þriðju vaktina, konur taka lengra fæðingarorlof og allar líkur eru á að margar konur muni sitja uppi með að finna leiðina til að láta styttri vistunartíma og láta fleiri frídaga í leikskóla ganga upp. Ekkert má út af bregða Reykjavíkurleiðin leggur líka til styttri föstudaga og gengur út frá því að öll á vinnumarkaði séu með styttingu vinnuvikunnar. Tökum dæmi af foreldri sem er í stéttarfélaginu VR, þar er samningsbundinn vinnutími er 35,5 tímar á viku (það er ef manneskjan tekur ekki kaffitíma) sem gerir rúma 7 tíma á dag. Nú vinnur foreldrið í miðbæ Reykjavíkur en býr í Grafarholti. Það tekur um 25 mínútur að aka til vinnu og annað eins til baka. Sem sagt 8 tímar á dag. Það má ekkert út af bregða til að ná þessu frá mánudegi til fimmtudags en á föstudegi getur foreldrið lítið gert, nema annað hvort borgað meira fyrir vistun og vera stimplað af siðapostulum sem lélegt foreldri sem vill ekki vera með barninu sínu eða minnka við sig í vinnu, fá lægri tekjur og á endanum minni lífeyrisréttindi. Leið meirihlutans í Reykjavík, sem minnir sorglega mikið á leið Kópavogs, er að minnka vistunartíma barna, hækka leikskólagjöld og auka álag á foreldra. Það eina sem þessar leiðir gera er að leysa styttingu vinnuvikunnar á leikskólum án nokkurs samtals við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulagið. Þessar leiðir tryggja ekki betri laun eða betri mönnun á leikskóla. Kröfur kvennaárs Það er áhugavert að skoða þessa leið Reykjavíkurborgar í samhengi við kröfur kvennaárs. Í kröfum kvennaárs segir: „Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Yfir helmingur barna fær ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur. Umönnunarbilið bitnar verr á tekjum, tækifærum og lífeyrisréttindum mæðra en feðra. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Tekjur feðra lækka hins vegar um 3-5% við fæðingu barns en eftir ár eru þær orðnar þær sömu og áður. Einstæðar mæður eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Og jafnframt kemur fram að helsta ástæða launamunar kynjanna er kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þess er krafist að lögfesta skuli leiksskólavist frá því að fæðingarorlofi lýkur og leiðrétta kerfisbundið mat á kvennastörfum. Á meðan ríkisstjórnin vinnur tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leiksskóla og vinnur að endurmati á virði kvennastarfa þá ákveða sveitarfélög eins og Reykjavík að fara í þveröfuga átt. Það eru kaldar kveðjur á kvennaári. Höfundur er móðir leikskólabarns, Viðreisnarkona og femínisti.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun