Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. október 2025 09:31 Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Skipulag Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun