Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 16. október 2025 20:33 Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun