„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 19:43 Mæðginin Axel og Katrín á góðri stundu. Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“ Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira