„Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2025 21:22 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn en fátt annað í leik Grindavíkur í kvöld. Vísir/Pawel Grindavík vann tæpan sigur á KR í Bónus-deild karla í kvöld, 78-77, en Arnór Tristan Helgason tryggði Grindavík sigurinn í lokin með laglegu einstaklingsframtaki. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira