Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Agnar Már Másson skrifar 25. október 2025 15:14 „Öfgadæmin“ hafa vakið mesta athygli í umræðunni um áminningarskyldu, segir foreti ASÍ. Samsett Mynd Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“ Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“
Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira