„Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2025 20:57 Það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðirnir fylli einir í það stóra gat sem myndast á fasteignalánamarkaði í kjölfar viðbragða bankanna við vaxtamálinu svokallaða. Þetta segir dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Formaður Neytendasamtakanna bendir á að margir lífeyrissjóðir séu enn að veita verðtryggð lán og það kæmi honum mjög á óvart ef sjóðirnir skorist undan því að veita félagsmönnum sínum hagstæð lán. Búist er við að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, um miðjan desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís. Lánastofnanir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Már Wolfgang Mixa dósent við Háskóla Íslands ræddu þá stöðu sem upp er komin á húsnæðislánamarkaði í kvöldfréttum Sýnar. Þegar hafa LSR og Landsbankinn dregið úr lánaframboði og hætta er á að fleiri lánastofnanir geri slíkt hið sama að sögn Más. „Það er vissulega hætta á því. Þegar ein lánastofnun byrjar þá myndast ákveðið fordæmi og því er erfitt fyrir aðrar lánastofnanir kannski að fara í aðra átt,“ sagði Már. Það sé að vissu leyti skiljanlegt í ljósi þeirrar óvissu sem enn er uppi. „En ég vona að þetta verði skammvinn ósæla, skammvinnur tími, sem þessi óvissa ríkir og þá verði kannski hægt að miða við einhver skaplegri vaxtakjör en stýrivextina.“ Sjá einnig: Hætt við að vextir hækki Breki benti á að það væri ekkert í dómi Hæstaréttar sem banni lánastofnunum að veita lán með verðtryggðum vöxtum. Hnýtti í Má vegna vaxta Almenna lífeyrissjóðsins „Það er mjög mikilvægt að fólk viti af því að ef það vill taka verðtryggð lán, þá getur það tekið verðtryggð lán til dæmis hjá lífeyrissjóðum,“ nefndi Breki sem dæmi. Þannig bjóði sumir lífeyrissjóðir öllu lægri vexti á slíkum lánum en bankarnir, en þó skaut Breki því að Má, sem situr í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, að sjóðurinn mætti að sínu mati gera betur og bjóða lægri vexti. Í kjölfar dóms Hæstaréttar er að mati Breka nú „að myndast grundvöllur fyrir alvöru lánamarkað á Íslandi.“ Hann sé sannfærður um að þegar fram líði stundir muni samkeppni aukast og ástandið á fasteignalánamarkaði batna, neytendum í hag. Íslendingar geti ekki látið bjóða sér það til lengri tíma að vextir á fasteignalánum séu átta til níu prósent, sem sé umtalsvert hærra en þeir vextir sem bjóðist í nágrannalöndum. Már brást við orðum Breka varðandi setu hans í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins með því að benda á að lífeyrissjóðirnir hafi takmarkaða getu til að fylla upp í það stóra gat sem merki eru um að verði á markaðnum í framhaldi af breyttu vöruframboði bankanna sem er viðbragð þeirra við vaxtamálinu. „Jú, ég er í stjórn Almenna, en ef bankarnir hætta að lána þá er ekki þar með sagt að lífeyrissjóðirnir geti bara stigið inn á þennan markað ótakmarkað,“ sagði Már. Til að mynda séu sjóðirnir bundnir af heimildum til fjárfestinga, þeir hafi þegar verið duglegir við að lána það sem af er þessu ári og það sé ljóst að lífeyrissjóðirnir geti ekki fyllt í gatið sem skapist við ákvörðun bankanna um að takmarka verulega eða að hætta að bjóða verðtryggð lán. Of stórt gat fyrir lífeyrissjóðina „Þetta er ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat sem er að myndast og lífeyrissjóðir hafa lánað mjög mikið þessa fyrstu níu mánuði ársins í íbúðalán og það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðir geti endalaust fjárfest í íbúðalánum, það verður að eiga sér stað einhver áhættudreifing,“ útskýrði Már. Það kvað við annan tón hjá Breka sem telur lífeyrissjóðina hafa ákveðnum skildum að gegna gagnvart sínum félagsmönnum. „Ég trúi því bara ekki að þeir ætli að skorast undan því að lána félögum sínum tryggustu lánin sem þú getur veitt sem lánastofnun, sem eru húsnæðislán,“ sagði Breki. „Þetta eru áhættulitlar fjárfestingar,“ bætti Breki við en Már greip orðið aftur og sagði Breka skauta fram hjá lykilatriði, meðal annars það að lífeyrissjóðirnir væru nú þegar búnir að lána mjög mikið. Samtal þeirra Más og Breka má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Vaxtamálið Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Lífeyrissjóðir Lánamál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Búist er við að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, um miðjan desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís. Lánastofnanir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Már Wolfgang Mixa dósent við Háskóla Íslands ræddu þá stöðu sem upp er komin á húsnæðislánamarkaði í kvöldfréttum Sýnar. Þegar hafa LSR og Landsbankinn dregið úr lánaframboði og hætta er á að fleiri lánastofnanir geri slíkt hið sama að sögn Más. „Það er vissulega hætta á því. Þegar ein lánastofnun byrjar þá myndast ákveðið fordæmi og því er erfitt fyrir aðrar lánastofnanir kannski að fara í aðra átt,“ sagði Már. Það sé að vissu leyti skiljanlegt í ljósi þeirrar óvissu sem enn er uppi. „En ég vona að þetta verði skammvinn ósæla, skammvinnur tími, sem þessi óvissa ríkir og þá verði kannski hægt að miða við einhver skaplegri vaxtakjör en stýrivextina.“ Sjá einnig: Hætt við að vextir hækki Breki benti á að það væri ekkert í dómi Hæstaréttar sem banni lánastofnunum að veita lán með verðtryggðum vöxtum. Hnýtti í Má vegna vaxta Almenna lífeyrissjóðsins „Það er mjög mikilvægt að fólk viti af því að ef það vill taka verðtryggð lán, þá getur það tekið verðtryggð lán til dæmis hjá lífeyrissjóðum,“ nefndi Breki sem dæmi. Þannig bjóði sumir lífeyrissjóðir öllu lægri vexti á slíkum lánum en bankarnir, en þó skaut Breki því að Má, sem situr í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, að sjóðurinn mætti að sínu mati gera betur og bjóða lægri vexti. Í kjölfar dóms Hæstaréttar er að mati Breka nú „að myndast grundvöllur fyrir alvöru lánamarkað á Íslandi.“ Hann sé sannfærður um að þegar fram líði stundir muni samkeppni aukast og ástandið á fasteignalánamarkaði batna, neytendum í hag. Íslendingar geti ekki látið bjóða sér það til lengri tíma að vextir á fasteignalánum séu átta til níu prósent, sem sé umtalsvert hærra en þeir vextir sem bjóðist í nágrannalöndum. Már brást við orðum Breka varðandi setu hans í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins með því að benda á að lífeyrissjóðirnir hafi takmarkaða getu til að fylla upp í það stóra gat sem merki eru um að verði á markaðnum í framhaldi af breyttu vöruframboði bankanna sem er viðbragð þeirra við vaxtamálinu. „Jú, ég er í stjórn Almenna, en ef bankarnir hætta að lána þá er ekki þar með sagt að lífeyrissjóðirnir geti bara stigið inn á þennan markað ótakmarkað,“ sagði Már. Til að mynda séu sjóðirnir bundnir af heimildum til fjárfestinga, þeir hafi þegar verið duglegir við að lána það sem af er þessu ári og það sé ljóst að lífeyrissjóðirnir geti ekki fyllt í gatið sem skapist við ákvörðun bankanna um að takmarka verulega eða að hætta að bjóða verðtryggð lán. Of stórt gat fyrir lífeyrissjóðina „Þetta er ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat sem er að myndast og lífeyrissjóðir hafa lánað mjög mikið þessa fyrstu níu mánuði ársins í íbúðalán og það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðir geti endalaust fjárfest í íbúðalánum, það verður að eiga sér stað einhver áhættudreifing,“ útskýrði Már. Það kvað við annan tón hjá Breka sem telur lífeyrissjóðina hafa ákveðnum skildum að gegna gagnvart sínum félagsmönnum. „Ég trúi því bara ekki að þeir ætli að skorast undan því að lána félögum sínum tryggustu lánin sem þú getur veitt sem lánastofnun, sem eru húsnæðislán,“ sagði Breki. „Þetta eru áhættulitlar fjárfestingar,“ bætti Breki við en Már greip orðið aftur og sagði Breka skauta fram hjá lykilatriði, meðal annars það að lífeyrissjóðirnir væru nú þegar búnir að lána mjög mikið. Samtal þeirra Más og Breka má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Vaxtamálið Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Lífeyrissjóðir Lánamál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira