Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar 29. október 2025 11:00 Sagan af Bartleby skrifara eftir Herman Melville er ein sú þekktasta sem gerir að viðfangsefni sínu eitraða vinnustaðamenningu. Hún hefur meðal annars hlotið náð fyrir augum ritstjórnar stórblaðsins The Economist, þar sem fastur dálkur blaðsins um vinnustaðamenningu heitir eftir Bartleby þessum. Sagan fjallar í stuttu máli um ritarann Bartleby sem ræður sig til vinnu á virðulegri lögfræðistofu í New York. Í upphafi er Bartleby iðinn og sinnir þeim störfum sem honum eru ætluð en einn daginn þegar hann er beðinn um að prófarkalesa skjal segir hann einfaldlega: „ég kýs það síður.“ Það kemur á yfirmann hans sem virðir það við Bartleby fyrst um sinn en gamanið kárnar þegar Bartleby tekur að svara þessu til í hvert skipti sem hann er beðinn um að inna af hendi eitthvert verkefni. Úr verður kafkaískur söguþráður þar sem yfirmaðurinn fær sig ekki til að reka Bartleby og lesandinn er skilinn eftir í einhverskonar hárreitingarástandi því upp frá þeim degi vinnur skrifarinn ekki handtak. Eina lausnin sem lögfræðingnum hugkvæmist er að flytja fyrirtækið í heild sinni á nýjan stað en Bartleby verður eftir á gamla staðnum. En blessunarlega er þetta bara skáldskapur. Eða hvað? Það er jú margt í sögunni af Bartleby sem rímar ágætlega við raunheima, og þá sérstaklega þegar kemur að opinberum vinnumarkaði. Þar er búið að skapa svo flókið net af réttindum og formkröfum að stjórnendur veigra sér við að láta fólk sem sannarlega eitrar vinnustaðamenninguna fara. Reglulega heyrast innan úr ráðuneytum og stofnunum sögur af einstaka starfsmönnum sem komast upp með að sinna ekki verkefnum eða koma þeim yfir á samstarfsfólk sitt. Það er hérumbil orðið fréttnæmt ef opinberu starfsfólki er sagt upp störfum. Þó að meginþorri opinberra starfsmanna hafi sannarlega metnað til að sinna starfi sínu vel fyrir land og þjóð, vitum við að oft þarf ekki nema einn til að eitra starfsumhverfið. Enda kemur nú í ljós að mun fleiri opinberir starfsmenn eru fylgjandi því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en ekki - 48% opinberra starfsmanna eru því fylgjandi en 32% eru andvígir. Vel virkandi opinber þjónusta snýst ekki eingöngu um fólkið sem veitir þjónustuna heldur líka þá sem hana þiggja. Það skiptir atvinnulífið og almenna borgara auðvitað máli að hið opinbera virki sem best, að eftirlit sé skilvirkt, erindum sé svarað og lagasetning sé vönduð svo dæmi séu nefnd. Það kemur því ekki mjög á óvart að samkvæmt nýrri könnun Maskínu er meirihluti landsmanna hlynntur afnámi áminningarskyldunnar. Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum stutt áform stjórnvalda um að afnema áminningarskyldu starfsmanna ríkisins, bæði vegna þess að við teljum það geta aukið gæði opinberrar þjónustu en ekki síður vegna þess að við teljum að jafnræði þurfi að ríkja þegar kemur að réttindum starfsmanna á almenna og opinbera vinnumarkaðinum. Þó er ljóst að afnám áminningarskyldu er aðeins fyrsta skrefið í áttina að því að samræma réttindi á milli markaða. Áfram munu ákvæði stjórnsýslulaga gilda um uppsagnir opinberra starfsmanna sem veldur því að áhrif af afnámi áminningarskyldunnar í óbreyttu formi verða minni en margir gera ráð fyrir. Ef vel á að vera þyrfti að taka á hvoru tveggja þannig að sambærilegar reglur myndu gilda og á hinum almenna vinnumarkaði. Það má hrósa stjórnvöldum fyrir að hefja vegferðina til að leiðrétta hið kafkaíska umhverfi opinbers vinnumarkaðar, en það er okkar von að þau fari alla leið. Höfundur er forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Einar Rúnarsson Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sagan af Bartleby skrifara eftir Herman Melville er ein sú þekktasta sem gerir að viðfangsefni sínu eitraða vinnustaðamenningu. Hún hefur meðal annars hlotið náð fyrir augum ritstjórnar stórblaðsins The Economist, þar sem fastur dálkur blaðsins um vinnustaðamenningu heitir eftir Bartleby þessum. Sagan fjallar í stuttu máli um ritarann Bartleby sem ræður sig til vinnu á virðulegri lögfræðistofu í New York. Í upphafi er Bartleby iðinn og sinnir þeim störfum sem honum eru ætluð en einn daginn þegar hann er beðinn um að prófarkalesa skjal segir hann einfaldlega: „ég kýs það síður.“ Það kemur á yfirmann hans sem virðir það við Bartleby fyrst um sinn en gamanið kárnar þegar Bartleby tekur að svara þessu til í hvert skipti sem hann er beðinn um að inna af hendi eitthvert verkefni. Úr verður kafkaískur söguþráður þar sem yfirmaðurinn fær sig ekki til að reka Bartleby og lesandinn er skilinn eftir í einhverskonar hárreitingarástandi því upp frá þeim degi vinnur skrifarinn ekki handtak. Eina lausnin sem lögfræðingnum hugkvæmist er að flytja fyrirtækið í heild sinni á nýjan stað en Bartleby verður eftir á gamla staðnum. En blessunarlega er þetta bara skáldskapur. Eða hvað? Það er jú margt í sögunni af Bartleby sem rímar ágætlega við raunheima, og þá sérstaklega þegar kemur að opinberum vinnumarkaði. Þar er búið að skapa svo flókið net af réttindum og formkröfum að stjórnendur veigra sér við að láta fólk sem sannarlega eitrar vinnustaðamenninguna fara. Reglulega heyrast innan úr ráðuneytum og stofnunum sögur af einstaka starfsmönnum sem komast upp með að sinna ekki verkefnum eða koma þeim yfir á samstarfsfólk sitt. Það er hérumbil orðið fréttnæmt ef opinberu starfsfólki er sagt upp störfum. Þó að meginþorri opinberra starfsmanna hafi sannarlega metnað til að sinna starfi sínu vel fyrir land og þjóð, vitum við að oft þarf ekki nema einn til að eitra starfsumhverfið. Enda kemur nú í ljós að mun fleiri opinberir starfsmenn eru fylgjandi því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en ekki - 48% opinberra starfsmanna eru því fylgjandi en 32% eru andvígir. Vel virkandi opinber þjónusta snýst ekki eingöngu um fólkið sem veitir þjónustuna heldur líka þá sem hana þiggja. Það skiptir atvinnulífið og almenna borgara auðvitað máli að hið opinbera virki sem best, að eftirlit sé skilvirkt, erindum sé svarað og lagasetning sé vönduð svo dæmi séu nefnd. Það kemur því ekki mjög á óvart að samkvæmt nýrri könnun Maskínu er meirihluti landsmanna hlynntur afnámi áminningarskyldunnar. Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum stutt áform stjórnvalda um að afnema áminningarskyldu starfsmanna ríkisins, bæði vegna þess að við teljum það geta aukið gæði opinberrar þjónustu en ekki síður vegna þess að við teljum að jafnræði þurfi að ríkja þegar kemur að réttindum starfsmanna á almenna og opinbera vinnumarkaðinum. Þó er ljóst að afnám áminningarskyldu er aðeins fyrsta skrefið í áttina að því að samræma réttindi á milli markaða. Áfram munu ákvæði stjórnsýslulaga gilda um uppsagnir opinberra starfsmanna sem veldur því að áhrif af afnámi áminningarskyldunnar í óbreyttu formi verða minni en margir gera ráð fyrir. Ef vel á að vera þyrfti að taka á hvoru tveggja þannig að sambærilegar reglur myndu gilda og á hinum almenna vinnumarkaði. Það má hrósa stjórnvöldum fyrir að hefja vegferðina til að leiðrétta hið kafkaíska umhverfi opinbers vinnumarkaðar, en það er okkar von að þau fari alla leið. Höfundur er forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun