Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 21:42 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í lok þingsins afhenda Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025. Vísir/Ívar Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. Frá 2014 hefur fólk getað nýtt séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sína fyrstu íbúð. Var þetta meðal annars gert til að mæta húsnæðisvanda eftir efnahagshrunið 2008. Frá 2017 var einnig heimilað að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða inn á höfuðstól íbúðarlána óháð því hvort um fyrstu íbúð væri að ræða. Í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar kom fram að séreignasparnaðarúrræðið yrði afnumið enda áttu lögin ekki að vera varanleg og því hefur árlega þurft að samþykkja framlengingu á heimildinni. Þetta hefur væntanlega skapað óvissu á íbúðamarkaði einkum vegna greiðslumats, bæði meðal kaupenda og lánveitenda. Nú verður heimildin til að ráðstafa séreign skattfrjálst inn á íbúðalán gerð varanleg, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar, þannig að allir eigendur íbúða geti nýtt sér hana í 10 ár að hámarki. Í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur fram að með þessum hætti verði stuðningurinn um leið markvissari þar sem hann renni í auknum mæli til fólks á fyrstu árum þess á húsnæðismarkaði. Þá kemur fram að efnt verði til samráðs um leiðir til að auka séreignarsparnað almennings þannig að fleiri geti átt kost á að nýta sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Fjármálaráðherra muni á næstunni leggja fram tillögur þar að lútandi. Þetta og margt annað var kynnt í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar en fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. Ríkisstjórnin ætlar auk þessa að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, auka hlutdeildarlán, einfalda regluverk. Auk þess kemur fram að annar húsnæðispakki verði kynntur á fyrri hluta ársins 2026. Hann muni meðal annars snúa að því hvernig ríkið getur liðkað fyrir uppbyggingu nýrra íbúðahverfa – eftir samtal við sveitarfélögin og vinnustofu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um þetta efni. Þar verði einnig tekið á uppbyggingu íbúða á ríkislóðum, breytingu ríkiseigna í íbúðir og regluverki á leigumarkaði eftir að frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga mun hafa hlotið afgreiðslu á Alþingi. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Frá 2014 hefur fólk getað nýtt séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sína fyrstu íbúð. Var þetta meðal annars gert til að mæta húsnæðisvanda eftir efnahagshrunið 2008. Frá 2017 var einnig heimilað að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða inn á höfuðstól íbúðarlána óháð því hvort um fyrstu íbúð væri að ræða. Í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar kom fram að séreignasparnaðarúrræðið yrði afnumið enda áttu lögin ekki að vera varanleg og því hefur árlega þurft að samþykkja framlengingu á heimildinni. Þetta hefur væntanlega skapað óvissu á íbúðamarkaði einkum vegna greiðslumats, bæði meðal kaupenda og lánveitenda. Nú verður heimildin til að ráðstafa séreign skattfrjálst inn á íbúðalán gerð varanleg, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar, þannig að allir eigendur íbúða geti nýtt sér hana í 10 ár að hámarki. Í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur fram að með þessum hætti verði stuðningurinn um leið markvissari þar sem hann renni í auknum mæli til fólks á fyrstu árum þess á húsnæðismarkaði. Þá kemur fram að efnt verði til samráðs um leiðir til að auka séreignarsparnað almennings þannig að fleiri geti átt kost á að nýta sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Fjármálaráðherra muni á næstunni leggja fram tillögur þar að lútandi. Þetta og margt annað var kynnt í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar en fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. Ríkisstjórnin ætlar auk þessa að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, auka hlutdeildarlán, einfalda regluverk. Auk þess kemur fram að annar húsnæðispakki verði kynntur á fyrri hluta ársins 2026. Hann muni meðal annars snúa að því hvernig ríkið getur liðkað fyrir uppbyggingu nýrra íbúðahverfa – eftir samtal við sveitarfélögin og vinnustofu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um þetta efni. Þar verði einnig tekið á uppbyggingu íbúða á ríkislóðum, breytingu ríkiseigna í íbúðir og regluverki á leigumarkaði eftir að frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga mun hafa hlotið afgreiðslu á Alþingi.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent