Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2025 21:10 Rebekka Rut var frábær í liði KR líkt og svo oft áður. Vísir/Anton Brink Baráttan á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta þegar fimm umferðum er lokið er hreint ótrúleg. KR og Stjarnan unnu ótrúlega nauma útisigra til að halda í við topplið Grindavíkur á meðan Haukar voru ekki í neinum vandræðum. Keflavík sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í leik sem var talinn eiga að vera formsatriði fyrir gestina þar sem Stjörnukonur höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessa í deildinni. Annað átti eftir að koma á daginn og var það heimaliðið sem landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu eftir ótrúlegar lokamínútur. Lokatölur í Garðabæ 78-73 og Stjarnan komin á blað. Shaiquel Mcgruder var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eva Wium Elíasdóttir kom þar á eftir með 18 stig, fjögur fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hjá Keflavík var Keishana Washington með 18 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Nýliðar KR hafa byrjað mótið vel en lentu í miklum vandræðum á Sauðárkróki. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu allt þangað til í blálokin. Þá voru það gestirnir úr vesturhluta Reykjavíkur sem reyndust sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 69-73. Marta Hermida var mögnuð í liði Tindastóls. Hún skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá KR var Molly Kaiser stigahæst með 23 stig. Hún tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir kom þar á eftir með 20 stig, þrjú fráköst og jafn margar stoðsendingar. Haukar áttu í engum vandræðum með Hamar/Þór í Ólafssal í Hafnafirði, lokatölur 103-77. Hjá Haukum var Amandine Justine Toi í sérflokki með 34 stig ásamt þremur stoðsendingum og tvö fráköstum. Sólrún Inga Gísladóttir kom þar á eftir með 15 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Jadakiss Nashi Guinn var best í liði gestanna með 37 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Að lokum vann Valur öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Ármanni, lokatölur 69-87. Khiana Nickita Johnson var stigahæst í tapliðinu með 15 stig. Hún gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hjá Val var Reshawna Rosie Stone stigahæst með 25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar. Staðan í deildinni er þannig að Grindavík, Njarðvík, KR og Valur hafa öll unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum. Hamar/Þór er á botninum án stiga á meðan Stjarnan, Ármann og Tindastóll hafa aðeins unnið einn leik hver. Stöðutöfluna má sjá í heild sinni vef KKÍ. Körfubolti Bónus-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Keflavík sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í leik sem var talinn eiga að vera formsatriði fyrir gestina þar sem Stjörnukonur höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessa í deildinni. Annað átti eftir að koma á daginn og var það heimaliðið sem landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu eftir ótrúlegar lokamínútur. Lokatölur í Garðabæ 78-73 og Stjarnan komin á blað. Shaiquel Mcgruder var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eva Wium Elíasdóttir kom þar á eftir með 18 stig, fjögur fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hjá Keflavík var Keishana Washington með 18 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Nýliðar KR hafa byrjað mótið vel en lentu í miklum vandræðum á Sauðárkróki. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu allt þangað til í blálokin. Þá voru það gestirnir úr vesturhluta Reykjavíkur sem reyndust sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 69-73. Marta Hermida var mögnuð í liði Tindastóls. Hún skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá KR var Molly Kaiser stigahæst með 23 stig. Hún tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir kom þar á eftir með 20 stig, þrjú fráköst og jafn margar stoðsendingar. Haukar áttu í engum vandræðum með Hamar/Þór í Ólafssal í Hafnafirði, lokatölur 103-77. Hjá Haukum var Amandine Justine Toi í sérflokki með 34 stig ásamt þremur stoðsendingum og tvö fráköstum. Sólrún Inga Gísladóttir kom þar á eftir með 15 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Jadakiss Nashi Guinn var best í liði gestanna með 37 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Að lokum vann Valur öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Ármanni, lokatölur 69-87. Khiana Nickita Johnson var stigahæst í tapliðinu með 15 stig. Hún gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hjá Val var Reshawna Rosie Stone stigahæst með 25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar. Staðan í deildinni er þannig að Grindavík, Njarðvík, KR og Valur hafa öll unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum. Hamar/Þór er á botninum án stiga á meðan Stjarnan, Ármann og Tindastóll hafa aðeins unnið einn leik hver. Stöðutöfluna má sjá í heild sinni vef KKÍ.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum