Fótbolti

Ísak Berg­mann lagði upp gegn Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann í leik kvöldsins.
Ísak Bergmann í leik kvöldsins. Köln

Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp eina markið þegar Köln mátti þola 1-4 tap gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í þýsku bikarkeppninni í fótbolta.

Ragnar Ache kom Köln mjög svo óvænt yfir eftir rétt rúman hálftíma þegar hann skallaði hornspyrnu Skagamannsins í netið. Þetta var fyrsta stoðsending hins 22 ára gamla íslenska landsliðsmanns fyrir Köln.

Heimamenn voru þó rifnir niður á jörðina nær samstundis þegar Luis Díaz jafnaði metin. Ísak Bergmann og félagar voru enn að jafna sig eftir það kjaftshögg þegar Harry Kane kom Bayern yfir örskömmu síðar. 

Kane bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Bayern í síðari hálfleik áður en Michael Olise gulltryggði sigurinn.

Ísak Bergmann var tekinn af velli á 79. mínútu þegar staðan var orðin 1-4. Reyndust það lokatölur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×