Reyna að lokka íslenska lækna heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 16:51 Alma Möller heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn. Vísir/Vilhelm Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim. Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira