Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2025 09:02 Það eru spennandi viðureignir framundan á kvöldi tvö í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Bein útsending er á Sýn Sport klukkan 20 á laugardagskvöld. Sýn Sport Það stefnir í afar spennandi kvöld í Kvikunni í Grindavík á morgun þegar þar fer fram annað keppniskvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti, í beinni útsendingu á Sýn Sport. Brjósklos og möguleikinn á eldgosi skapa þó ákveðna óvissu. Á meðal keppenda annað kvöld verður vonandi pílukastari ársins 2024, Matthías Örn Friðriksson, sem fagnar því mjög að fá svo skemmtilegt mót heima í Grindavík eftir allt sem á undan er gengið. Hann segir hins vegar aðeins helmingslíkur á að hann geti sjálfur keppt: „Ég er kominn með brjósklos í bakið og á bara erfitt með að labba. Ég var orðinn slæmur fyrir fyrsta keppniskvöldið en harkaði af mér, en núna get ég rétt svo staðið í nokkrar mínútur. Ég er í kappi við tímann fyrir laugardaginn,“ sagði Matthías. „Ég finn svona dofa frá rassvöðva og niður í tær. Um leið og ég set einhvern þunga á lappirnar þá þrýstist á taugina og því fylgir galinn verkur,“ bætti Matthías við en hann ætlar að láta toga bakið til í dag og sjá hverju það skilar. Nú vita allir hvað Jón Bjarmi getur fyrir framan myndavélarnar Afar óvænt úrslit urðu á fyrsta kvöldi Úrvalsdeildarinnar þegar nýliðinn Jón Bjarmi Sigurðsson kom sá og sigraði, á Hótel Selfossi. Hann fær að láta ljós sitt skína aftur annað kvöld en hver keppandi spilar á tveimur mótum og ráða samanlögð stig svo því hverjir komast áfram í átta manna úrslit. „Ég held að enginn hafi spáð þessu fyrir fyrsta kvöldið, miðað við hvaða leikmenn voru þarna, en Jón Bjarmi var eins og hann ætti heima á þessu sviði og hefði verið þarna í 10-15 ár. Hann átti skilið að taka kvöld eitt en núna vitum við hvað hann getur fyrir framan myndavélina og ég reikna með að menn rífi sig í gang og reyni að taka hann út. Það er alveg óþarfi að gefa honum tvö kvöld!“ sagði Matthías léttur. Ánægður með að fá mót í Grindavík Hann er eins og fyrr segir spenntur fyrir að sjá íþróttalífið í Grindavík halda áfram að eflast eftir að öllu var skellt í lás vegna eldgosa. „Við vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta og að það fari ekki að gjósa. Þegar við vorum að funda með Sýn Sport um hvar mótin ættu að vera þá kom strax upp að við vildum vera í Grindavík. Kvikan er mjög flottur salur fyrir þetta mót og við reiknum með fullt af fólki. Fyrr um daginn verður mót í pílusalnum í íþróttahúsinu, fólk getur svo fengið sér að borða á Papas og mætt og tekið þátt í partýinu í Kvikunni,“ sagði Matthías. Hann lætur fréttir gærdagsins um jarðskjálfta við Bláa lónið ekki trufla sig: „Nei, nei. Við erum vön þessu. Maður er farinn að læra það að þetta gerist bara þegar það gerist. Það eru alltaf einhverjar skjálftahrinur úti um allt og það er ekki fyrr en það eru 2-300 skjálftar á klukkutíma sem maður veit að eitthvað er að koma upp. Við erum svo sem ekki með neitt plan B. Ef það verður rýming og ekki hægt að halda kvöldið í Grindavík þá frestast þetta kvöld bara og mögulega myndum við þá sleppa 8-manna úrslitum deildarinnar og fara beint í undanúrslit. En við keyrum bara á þetta þangað til móðir náttúra segir okkur að gera það ekki,“ sagði Matthías. Pílukast Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Á meðal keppenda annað kvöld verður vonandi pílukastari ársins 2024, Matthías Örn Friðriksson, sem fagnar því mjög að fá svo skemmtilegt mót heima í Grindavík eftir allt sem á undan er gengið. Hann segir hins vegar aðeins helmingslíkur á að hann geti sjálfur keppt: „Ég er kominn með brjósklos í bakið og á bara erfitt með að labba. Ég var orðinn slæmur fyrir fyrsta keppniskvöldið en harkaði af mér, en núna get ég rétt svo staðið í nokkrar mínútur. Ég er í kappi við tímann fyrir laugardaginn,“ sagði Matthías. „Ég finn svona dofa frá rassvöðva og niður í tær. Um leið og ég set einhvern þunga á lappirnar þá þrýstist á taugina og því fylgir galinn verkur,“ bætti Matthías við en hann ætlar að láta toga bakið til í dag og sjá hverju það skilar. Nú vita allir hvað Jón Bjarmi getur fyrir framan myndavélarnar Afar óvænt úrslit urðu á fyrsta kvöldi Úrvalsdeildarinnar þegar nýliðinn Jón Bjarmi Sigurðsson kom sá og sigraði, á Hótel Selfossi. Hann fær að láta ljós sitt skína aftur annað kvöld en hver keppandi spilar á tveimur mótum og ráða samanlögð stig svo því hverjir komast áfram í átta manna úrslit. „Ég held að enginn hafi spáð þessu fyrir fyrsta kvöldið, miðað við hvaða leikmenn voru þarna, en Jón Bjarmi var eins og hann ætti heima á þessu sviði og hefði verið þarna í 10-15 ár. Hann átti skilið að taka kvöld eitt en núna vitum við hvað hann getur fyrir framan myndavélina og ég reikna með að menn rífi sig í gang og reyni að taka hann út. Það er alveg óþarfi að gefa honum tvö kvöld!“ sagði Matthías léttur. Ánægður með að fá mót í Grindavík Hann er eins og fyrr segir spenntur fyrir að sjá íþróttalífið í Grindavík halda áfram að eflast eftir að öllu var skellt í lás vegna eldgosa. „Við vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta og að það fari ekki að gjósa. Þegar við vorum að funda með Sýn Sport um hvar mótin ættu að vera þá kom strax upp að við vildum vera í Grindavík. Kvikan er mjög flottur salur fyrir þetta mót og við reiknum með fullt af fólki. Fyrr um daginn verður mót í pílusalnum í íþróttahúsinu, fólk getur svo fengið sér að borða á Papas og mætt og tekið þátt í partýinu í Kvikunni,“ sagði Matthías. Hann lætur fréttir gærdagsins um jarðskjálfta við Bláa lónið ekki trufla sig: „Nei, nei. Við erum vön þessu. Maður er farinn að læra það að þetta gerist bara þegar það gerist. Það eru alltaf einhverjar skjálftahrinur úti um allt og það er ekki fyrr en það eru 2-300 skjálftar á klukkutíma sem maður veit að eitthvað er að koma upp. Við erum svo sem ekki með neitt plan B. Ef það verður rýming og ekki hægt að halda kvöldið í Grindavík þá frestast þetta kvöld bara og mögulega myndum við þá sleppa 8-manna úrslitum deildarinnar og fara beint í undanúrslit. En við keyrum bara á þetta þangað til móðir náttúra segir okkur að gera það ekki,“ sagði Matthías.
Pílukast Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira