Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 1. nóvember 2025 10:02 Í dag, 1.nóvember, eru liðin tvö ár síðan byrjað var að rukka varaflugvallagjald á nýjan leik. Gamla varaflugvallagjaldið var lagt af í maí 2011 og hafði það slæmar afleiðingar á flugvallakerfi landsins. Niðurlagning þess var mikið óheillaskref og varúðarorð þeirra sem best þekktu til voru að engu höfð. Tekjustofn til nýframkvæmda og viðhalds á flugvöllum landsins hrundi á sama tíma og millilandaflug til og frá Íslandi margfaldaðist. Alþjóðaflugvallakerfið Á Íslandi eru fjórir alþjóðaflugvellir. Keflavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur, Egilsstaðarflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur. Þessir fjórir flugvellir mynda alþjóðaflugvallakerfi landsins og gegna allir mikilvægu hlutverki innan þess. Hér er rétt að hafa í huga að leiðin er löng frá Íslandi til annarra alþjóðaflugvalla við N-Atlantshafið. Keflavíkurflugvöllur er rekin af Isavia ohf og allar nýframkvæmdir, viðhald og rekstur þess flugvallar er fjármagnaður í gegnum efnahagsreikning félagsins.Flugvallakerfi landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll er rekið í gegnum þjónustusamning sem íslenska ríkið hefur gert við Isavia Innanlandsflugvelli ehf. sem er dótturfyrirtæki Isavia ohf. Í þeim samningi hefur á undanförnum árum einungi verið gert ráð fyrir 350-500 milljónum í nýframkvæmdir og viðhald við flugvallakerfið allt, að Keflavíkurflugvelli undanskildum. Nýtt varaflugvallagjald Eftir að gamla varaflugvallagjaldið var lagt af fyrir að verða 15 árum varð til mikil innviðaskuld í kerfinu, flugbrautir og fasteignir á flugvöllunum byrjuðu að grotna niður. Markmið nýs varaflugvallagjalds var að bæta úr þessari slæmu stöðu. Greinarhöfundur stýrði á sínum tíma vinnu hóps sem skilaði skýrslu hvernig best væri að standa að málum til þess að styrkja fjármögnum alþjóðaflugvallakerfis landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll. Nýtt varaflugvallagjald skyldi fjármagna nýframkvæmdir á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli þannig að vellirnir gætu betur sinnt skyldum sínum sem alþjóðaflugvellir og því mikilvæga hlutverki að vera varaflugvellir í millilandafluginu fyrir hvern annan. Hér er rétt að benda á að það varaflugvallagjald sem nú er rukkað er margfalt lægra en gamla varaflugvallagjaldið á hvern flugfarþega. Miðað við gefnar forsendur má reikna með að varaflugvallagjaldið skili um 1,5 milljarð króna á ári. Það fór að sjá til sólar fyrir tveimur árum þegar nýja varaflugvallagjaldið var tekið upp. Því er það geysilega mikilvægt að innviðaráðherra haldi því til haga í nýrri samgönguáætlun sem er boðuð á næstu vikum að nýja varaflugvallagjaldið renni áram til alþjóðaflugvallanna þriggja á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík og þá einnig að það fjármagn til nýframkvæmda og viðhalds í innanlandsflugvallakerfinu og til lendingarstaða haldi sér í gegnum þjónustusamningin. Egilsstaðarflugvöllur Í þingræðum og fyrri greinum um málaflokkinn hef ég lengi bent á að næsta framkvæmd sem eðlilegt er að fjármagna með varaflugvallagjaldinu er að hefja framkvæmdir við fyrsta áfangann við gerð aksturbrautar við norðurenda flugbrautarinnar á Egilsstaðarflugvelli sem er mikilvægt flugöryggismál. Svokallaða ,,lúppu“ þar sem hægt væri að koma fyrir 4-6 farþegaþotum í neyð. Framkvæmdakostnaður við slíka framkvæmd er áætlaður 3 til 3,5 milljarður. Hér er um algjört forgangsmál að ræða og mikilvægt að þessi framkvæmd sé í forgangi í framkvæmdarhluta nýrrar samgönguáætlunar. Flugöryggismál Þegar frumvarpið um varaflugvallagjald var lagt fram fyrri hluta árs 2023 var lagt til að sérstakt gjald skyldi innheimt til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu varaflugvalla. Þá kemur fram í greinargerð frumvarpsins að nauðsynlegt sé með tilliti til flugöryggis að starfræktir séu fleiri flugvellir sem hafa burði til að taka á móti nokkrum fjölda loftfara þegar ekki er hægt að lenda í Keflavík. Varaflugvallagjaldið snýst fyrst og fremst um að tryggja flugöryggi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokkurinn Fréttir af flugi Isavia Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 1.nóvember, eru liðin tvö ár síðan byrjað var að rukka varaflugvallagjald á nýjan leik. Gamla varaflugvallagjaldið var lagt af í maí 2011 og hafði það slæmar afleiðingar á flugvallakerfi landsins. Niðurlagning þess var mikið óheillaskref og varúðarorð þeirra sem best þekktu til voru að engu höfð. Tekjustofn til nýframkvæmda og viðhalds á flugvöllum landsins hrundi á sama tíma og millilandaflug til og frá Íslandi margfaldaðist. Alþjóðaflugvallakerfið Á Íslandi eru fjórir alþjóðaflugvellir. Keflavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur, Egilsstaðarflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur. Þessir fjórir flugvellir mynda alþjóðaflugvallakerfi landsins og gegna allir mikilvægu hlutverki innan þess. Hér er rétt að hafa í huga að leiðin er löng frá Íslandi til annarra alþjóðaflugvalla við N-Atlantshafið. Keflavíkurflugvöllur er rekin af Isavia ohf og allar nýframkvæmdir, viðhald og rekstur þess flugvallar er fjármagnaður í gegnum efnahagsreikning félagsins.Flugvallakerfi landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll er rekið í gegnum þjónustusamning sem íslenska ríkið hefur gert við Isavia Innanlandsflugvelli ehf. sem er dótturfyrirtæki Isavia ohf. Í þeim samningi hefur á undanförnum árum einungi verið gert ráð fyrir 350-500 milljónum í nýframkvæmdir og viðhald við flugvallakerfið allt, að Keflavíkurflugvelli undanskildum. Nýtt varaflugvallagjald Eftir að gamla varaflugvallagjaldið var lagt af fyrir að verða 15 árum varð til mikil innviðaskuld í kerfinu, flugbrautir og fasteignir á flugvöllunum byrjuðu að grotna niður. Markmið nýs varaflugvallagjalds var að bæta úr þessari slæmu stöðu. Greinarhöfundur stýrði á sínum tíma vinnu hóps sem skilaði skýrslu hvernig best væri að standa að málum til þess að styrkja fjármögnum alþjóðaflugvallakerfis landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll. Nýtt varaflugvallagjald skyldi fjármagna nýframkvæmdir á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli þannig að vellirnir gætu betur sinnt skyldum sínum sem alþjóðaflugvellir og því mikilvæga hlutverki að vera varaflugvellir í millilandafluginu fyrir hvern annan. Hér er rétt að benda á að það varaflugvallagjald sem nú er rukkað er margfalt lægra en gamla varaflugvallagjaldið á hvern flugfarþega. Miðað við gefnar forsendur má reikna með að varaflugvallagjaldið skili um 1,5 milljarð króna á ári. Það fór að sjá til sólar fyrir tveimur árum þegar nýja varaflugvallagjaldið var tekið upp. Því er það geysilega mikilvægt að innviðaráðherra haldi því til haga í nýrri samgönguáætlun sem er boðuð á næstu vikum að nýja varaflugvallagjaldið renni áram til alþjóðaflugvallanna þriggja á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík og þá einnig að það fjármagn til nýframkvæmda og viðhalds í innanlandsflugvallakerfinu og til lendingarstaða haldi sér í gegnum þjónustusamningin. Egilsstaðarflugvöllur Í þingræðum og fyrri greinum um málaflokkinn hef ég lengi bent á að næsta framkvæmd sem eðlilegt er að fjármagna með varaflugvallagjaldinu er að hefja framkvæmdir við fyrsta áfangann við gerð aksturbrautar við norðurenda flugbrautarinnar á Egilsstaðarflugvelli sem er mikilvægt flugöryggismál. Svokallaða ,,lúppu“ þar sem hægt væri að koma fyrir 4-6 farþegaþotum í neyð. Framkvæmdakostnaður við slíka framkvæmd er áætlaður 3 til 3,5 milljarður. Hér er um algjört forgangsmál að ræða og mikilvægt að þessi framkvæmd sé í forgangi í framkvæmdarhluta nýrrar samgönguáætlunar. Flugöryggismál Þegar frumvarpið um varaflugvallagjald var lagt fram fyrri hluta árs 2023 var lagt til að sérstakt gjald skyldi innheimt til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu varaflugvalla. Þá kemur fram í greinargerð frumvarpsins að nauðsynlegt sé með tilliti til flugöryggis að starfræktir séu fleiri flugvellir sem hafa burði til að taka á móti nokkrum fjölda loftfara þegar ekki er hægt að lenda í Keflavík. Varaflugvallagjaldið snýst fyrst og fremst um að tryggja flugöryggi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun