Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir, Gunnsteinn R. Ómarsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigfús Benóný Harðarson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifa 3. nóvember 2025 10:31 - til samstarfs um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn Það var ánægjulegt að lesa grein meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss á dögunum þar sem sett er fram prýðilega rökstudd og metnaðarfull hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Nýjan tón kveður við í umræðunni sem er að kallað sé eftir samstöðu um þetta mikilvæga samfélagsmál og minnihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss tekur heilshugar undir það. Við viljum hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Við í minnihlutanum deilum þeirri skoðun að uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn sé bæði tímabær og nauðsynleg. Þorlákshöfn er stærsti þéttbýliskjarni á Suðurlandi þar sem slíkt heimili er ekki fyrir hendi, og með ört vaxandi íbúafjölda er ljóst að þörfin fer sívaxandi. Auk þess er Þorlákshöfn staðsett miðsvæðis á suðvesturhorni landsins og getur þjónustað stórt svæði með góðu móti og því kjörinn kostur til slíkar uppbyggingar.Í grein meirihlutans er skorað á þingmenn kjördæmisins að styðja við verkefnið og það er vissulega mikilvægt. Ekki er síður mikilvægt er að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi, sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu máli og svo mörgum öðrum. Slík samvinna myndi styrkja verkefnið gagnvart samtalinu við ríkisvaldið og skapa breiðari stuðning. Í opinberri stjórnsýslu eru hins vegar verkferlar sem verður að virða og rétt leið í þessu verkefni er að bæjaryfirvöld nái samtali við ráðherra málaflokksins áður en áskorun til þingmanna er sett fram. Þetta samtal hefur ekki farið fram og verður að eiga sér stað hið fyrsta. Samstarf er lykill að árangri Því miður hefur þróunin verið sú undanfarin kjörtímabil að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi hefur ekki sýnt mikinn samstarfsvilja, hvorki gagnvart minnihlutanum í bæjarstjórn sveitarfélagsins né samstarfssveitarfélögum innan SASS. Nú gefst tækifæri til að snúa við blaðinu og leggja grunn að nýjum vinnubrögðum þar sem traust og gagnkvæm virðing ráða för.Samstarf er ekki veikleiki, samstarf er styrkur sem byggir upp samfélög. Uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn er verkefni sem krefst samstöðu, ekki sundrungar. Tími til að byggja saman Kjörnir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar sveitarfélagsins Ölfuss eru tilbúnir til samstarfs. Við viljum leggja okkar af mörkum til að Þorlákshöfn fái loksins hjúkrunarheimili sem íbúar sveitarfélagsins og nærsveita eiga skilið. Með samvinnu allra, þ.m.t. bæjarstjórnar, sveitarfélaga á Suðurlandi og þingmanna getum við gert þetta að veruleika.Þetta er ekki verkefni einnar hreyfingar, þetta er verkefni samfélagsins alls. Berglind Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Gunnsteinn R. Ómarsson, varabæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Hrönn Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Sigfús Benóný Harðarson, varabæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Hjúkrunarheimili Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
- til samstarfs um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn Það var ánægjulegt að lesa grein meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss á dögunum þar sem sett er fram prýðilega rökstudd og metnaðarfull hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Nýjan tón kveður við í umræðunni sem er að kallað sé eftir samstöðu um þetta mikilvæga samfélagsmál og minnihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss tekur heilshugar undir það. Við viljum hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Við í minnihlutanum deilum þeirri skoðun að uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn sé bæði tímabær og nauðsynleg. Þorlákshöfn er stærsti þéttbýliskjarni á Suðurlandi þar sem slíkt heimili er ekki fyrir hendi, og með ört vaxandi íbúafjölda er ljóst að þörfin fer sívaxandi. Auk þess er Þorlákshöfn staðsett miðsvæðis á suðvesturhorni landsins og getur þjónustað stórt svæði með góðu móti og því kjörinn kostur til slíkar uppbyggingar.Í grein meirihlutans er skorað á þingmenn kjördæmisins að styðja við verkefnið og það er vissulega mikilvægt. Ekki er síður mikilvægt er að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi, sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu máli og svo mörgum öðrum. Slík samvinna myndi styrkja verkefnið gagnvart samtalinu við ríkisvaldið og skapa breiðari stuðning. Í opinberri stjórnsýslu eru hins vegar verkferlar sem verður að virða og rétt leið í þessu verkefni er að bæjaryfirvöld nái samtali við ráðherra málaflokksins áður en áskorun til þingmanna er sett fram. Þetta samtal hefur ekki farið fram og verður að eiga sér stað hið fyrsta. Samstarf er lykill að árangri Því miður hefur þróunin verið sú undanfarin kjörtímabil að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi hefur ekki sýnt mikinn samstarfsvilja, hvorki gagnvart minnihlutanum í bæjarstjórn sveitarfélagsins né samstarfssveitarfélögum innan SASS. Nú gefst tækifæri til að snúa við blaðinu og leggja grunn að nýjum vinnubrögðum þar sem traust og gagnkvæm virðing ráða för.Samstarf er ekki veikleiki, samstarf er styrkur sem byggir upp samfélög. Uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn er verkefni sem krefst samstöðu, ekki sundrungar. Tími til að byggja saman Kjörnir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar sveitarfélagsins Ölfuss eru tilbúnir til samstarfs. Við viljum leggja okkar af mörkum til að Þorlákshöfn fái loksins hjúkrunarheimili sem íbúar sveitarfélagsins og nærsveita eiga skilið. Með samvinnu allra, þ.m.t. bæjarstjórnar, sveitarfélaga á Suðurlandi og þingmanna getum við gert þetta að veruleika.Þetta er ekki verkefni einnar hreyfingar, þetta er verkefni samfélagsins alls. Berglind Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Gunnsteinn R. Ómarsson, varabæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Hrönn Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Sigfús Benóný Harðarson, varabæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar