„Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2025 11:31 Halli Egils sýndi sínar bestu hliðar í Grindavík á laugardaginn og fagnaði sigri. Sýn Sport Hallgrímur Egilsson, eða Halli Egils, naut sín í botn í stemningunni miklu í Grindavík á laugardagskvöld þegar hann vann annað undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. „Stressið, spennan, vá! Þetta var æðislegt,“ sagði Halli í viðtali eftir keppnina sem sjá má hér að neðan. Klippa: Halli Egils bestur í Grindavík Adrenalínið var á fullu hjá Halla sem var vel studdur og mátti ítrekað heyra sungið: „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ kyrjaði hópur manna í Kvikunni, þar sem mótið fór fram í beinni útsendingu á Sýn Sport. „Maður vill hafa hávaðann á bakvið sig og söngvana. Þetta er æðislegt,“ sagði Halli. Stórbrotin frammistaða: „Ég gerði bara engin mistök“ Halli sýndi bestu frammistöðu sem sést hefur í sögu Úrvalsdeildarinnar og sópaði Árna Ágústi Daníelssyni út í úrslitunum með meðalskor upp á 90 stig og meistaraleg útskot. „Ég gerði bara engin mistök. Það gekk allt upp hjá mér. Árni er erfiður andstæðingur. Hann er búinn að hafa tak á mér og vann mig [á föstudaginn] 7-3. En núna tók ég á hann og svo á ég hann í fyrsta leik á síðasta kvöldinu í undankeppninni,“ sagði Halli. Áður hafði hann unnið Halla Birgis 3-2 í átta manna úrslitum og sópað Jóni Bjarma Sigurðssyni, sigurvega fyrsta undankvöldsins, í undanúrslitum. „Eiginlega keppni í heppni“ „Þetta er svo stutt format. Best af fimm. Þetta er eiginlega bara keppni í heppni. Svipað og ef við myndum spila körfuboltaleiki 2x10 mínútur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Halli Egils en viðtalið við hann og frammistöðu hans í úrslitunum má sjá hér að ofan. Hver keppandi tekur þátt í tveimur undankvöldum og nú er tveimur kvöldum af fjórum lokið. Því hafa sumir keppendur þegar lokið sinni undankeppni, aðrir keppt á einu kvöldi og enn aðrir eiga eftir að stíga á stokk. Átta efstu komast svo áfram og eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta eru átta efstu eftir tvö undankvöld af fjórum. Jón Bjarmi er efstur með sjö stig en er búinn með bæði undankvöld sín líkt og Steinunn. Taflan sýnir stig, unna leiki og +/- í leggjum. Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
„Stressið, spennan, vá! Þetta var æðislegt,“ sagði Halli í viðtali eftir keppnina sem sjá má hér að neðan. Klippa: Halli Egils bestur í Grindavík Adrenalínið var á fullu hjá Halla sem var vel studdur og mátti ítrekað heyra sungið: „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ kyrjaði hópur manna í Kvikunni, þar sem mótið fór fram í beinni útsendingu á Sýn Sport. „Maður vill hafa hávaðann á bakvið sig og söngvana. Þetta er æðislegt,“ sagði Halli. Stórbrotin frammistaða: „Ég gerði bara engin mistök“ Halli sýndi bestu frammistöðu sem sést hefur í sögu Úrvalsdeildarinnar og sópaði Árna Ágústi Daníelssyni út í úrslitunum með meðalskor upp á 90 stig og meistaraleg útskot. „Ég gerði bara engin mistök. Það gekk allt upp hjá mér. Árni er erfiður andstæðingur. Hann er búinn að hafa tak á mér og vann mig [á föstudaginn] 7-3. En núna tók ég á hann og svo á ég hann í fyrsta leik á síðasta kvöldinu í undankeppninni,“ sagði Halli. Áður hafði hann unnið Halla Birgis 3-2 í átta manna úrslitum og sópað Jóni Bjarma Sigurðssyni, sigurvega fyrsta undankvöldsins, í undanúrslitum. „Eiginlega keppni í heppni“ „Þetta er svo stutt format. Best af fimm. Þetta er eiginlega bara keppni í heppni. Svipað og ef við myndum spila körfuboltaleiki 2x10 mínútur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Halli Egils en viðtalið við hann og frammistöðu hans í úrslitunum má sjá hér að ofan. Hver keppandi tekur þátt í tveimur undankvöldum og nú er tveimur kvöldum af fjórum lokið. Því hafa sumir keppendur þegar lokið sinni undankeppni, aðrir keppt á einu kvöldi og enn aðrir eiga eftir að stíga á stokk. Átta efstu komast svo áfram og eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta eru átta efstu eftir tvö undankvöld af fjórum. Jón Bjarmi er efstur með sjö stig en er búinn með bæði undankvöld sín líkt og Steinunn. Taflan sýnir stig, unna leiki og +/- í leggjum.
Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira