Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar 3. nóvember 2025 15:02 Landsvirkjun hefur gefið til kynna aukna áherslu á raforkusölu til gagnavera. Hátt raforkuverð sem gagnaver greiða er nefnt sem ástæða. En ef hæsta raforkuverðið er alltaf valið getur þjóðarbúið orðið fyrir verulegum búsifjum því það fer ekki alltaf saman hvað er hagstæðast fyrir Landsvirkjun eða hvað er hagstæðast fyrir þjóðarbúið í heild. Skv. raforkuvísum Orkustofnunar keyptu gagnaver 579 GWh á árinu 2024. Gefum okkur hæsta mögulega verð sem ávinningur hefur heyrst af, að gagnaver kaupi þessa orku á $80/MWh (raunverð í Evrópu mun lægra skv. heimildum spglobal.com og reuters.com). Skoðum einnig annan möguleika, að framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti kaupi þessa orku á $60/MWh. Ef markmiðið er aðeins að hámarka tekjur orkuframleiðandans þá ætti gagnaverið að fá orkuna. Heildatekjur orkuframleiðandans væru um 1,4 milljörðum ISK hærri ef selt er á hærra verðinu. Er það öll sagan? Nei, því framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti gæti farið langt með að klára orkuskipti sem færir ríkissjóði ábata upp á 14-18 milljarða vegna minni losunarheimilda sem ríkið þarf að kaupa. Þessi ávinningur kemur ekki fram í ársreikningi orkuframleiðandans, heldur kemur alfarið fram sem ávinningur í ríkisrekstri, fyrir þjóðarbúið í heild. Hér er ekki við Landsvirkjun að sakast. Þar hafa stjórnendur staðið sig vel í sínu markmiði að hámarka virði félagsins og greitt myndarlegan arð til ríkisins. Það eru ráðamenn sem hafa skyldur til að hámarka hag þjóðarbúsins og þeir gætu látið Landsvirkjun spila stærri rullu í að skapa þjóðarbúinu meiri ábata en nú er. Ef ríkið fengi óbeinan arð (vegna losunarheimilda, orkuskipta og minni losunar CO2 o.fl.) til viðbótar við beinan arð frá Landsvirkjun mætti tvö- til þrefallda núverandi ávinning ríkissjóðs frá starfsemi fyrirtækisins. Samkvæmt spá UOS þarf að kaupa 1,2-1,5 milljónir tonna í losunarheimildir (uppgjör fyrir árin 2026-2030). Verðið verður ekki undir €75/tonn og verður því kostnaður ríkis þessir 14-18 milljarðar ISK í árslok 2030. Þessa tölu er hægt að lækka með því að draga saman losun í þessum flokkum: Af þessum flokkum liggur einna best við að framleiða umhverfisvænt eldsneyti á íslensk fiskiskip sem losa öll samtals tæp 500.000 tonn af CO2 á ári. Ef 300.000 tonn af eldsneyti væru framleidd, sem hægt væri að nota í fiskiskip þá telur það í loftslagsbókhaldi sem 510.000 tonn fyrir hvert ár sem slík framleiðsla er notuð í orkuskipti. Ef framleitt væri 2028-2030 væri ávinningur í loftslagsbókhaldi Íslands því 1,5 milljónir tonna sem myndi gera það að verkum að Ísland þyrfti engar loftslagsheimildir að kaupa í árslok 2030. Aðrir kostir vega einnig þungt ef orka er sett í orkuskiptaverkefni, þó ekki komi sá ávinningur alltaf fram í ársreikningi orkuframleiðandans: Mikið magn af CO2 yrði fangað sem dregur úr losun CO2 í andrúmslofti. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti er mannmargur vinnustaður með mikla fjárfestingu og er því til staðar í íslensku samfélagi í áratugi. Starfsemin yrði með öllu mengunarlaus. Gagnaver, aftur á móti, hafa miklu færri starfsmenn, skila engu í orkuskipti og umfang í starfsemi sveiflast mjög mikð. Á einu ári, frá 2023 til 2024 minnkuðu kaup gagnavera á raforku á Íslandi um nærri helming, svo eitt dæmi sé tekið um sveiflur. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti getur gert bindandi samninga um raforku til áratuga. Gagnaver gera orkusamninga til mun styttri tímabila og geta svo fært starfsemi til annarra landa, þar sem orkuverð er lægst. Nú er hægt að finna dæmi um orkuverð allt niður í $12.9/MWh erlendis fyrir sólarorku. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti af þeirri stærð sem hér er lýst að ofan hefði skattspor sem væri um 11-14 milljarðar ISK sem myndi skila sér til ríkis og sveitarfélaga. Það er því auðvelt að rökstyðja það að sala á orku til umhverfisvænnar eldsneytisframleiðslu gæti skilað ávinningi sem er miklu mun meiri en sú viðbót sem hærra raforkuverð frá gagnaveri til raforkuframleiðandans getur skilað í þjóðarbúið. Hærra raforkuverðið gæti skilað ríkissjóði líklega um 1-2 milljörðum aukalega í aukinn arð m.v. dæmið hér ofar. Að selja sama orkumagn til öflugs orkuskiptaverkefnis lækkar tekjur orkuframleiðandans lítillega en gæti búið til aukinn ábata sem væri 14-18 milljarðar fyrir ríkið (færri keyptar losunarheimildir) og að auki 11-14 milljarðar, árlega í skattspor til ríkis og sveitarfélaga. Samtals fyrir 2028-2030 væri heildarábati þjóðarbúsins ekki undir 11·3+14 = 47 milljörðum. Óhugsandi er að gagnver geti skilað ábata í þjóðarbúið sem kemst nálægt þessum tölum. Að horfa einvörðungu á beinar sölutekjur orkuframleiðanda er því þröngt sjónarhorn sem hámarkar ekki endilega ávinning ríkissjóðs og þjóðarbús. Mikilvægt er því að taka farsælar ákvarðanir í hvað orkan á að fara og horfa til ávinnings fyrir þjóðarbúið í heild. Ríkisstjórn þarf því að marka mun skýrari stefnu um það í hvað orkan á að fara ef vilji er til þess að hámarka ábata samfélagsins alls. Með vísan í öflug orð ráðamanna sem eiga við hér: Ef við erum værukær og hættum að hugsa hvað hámarkar hag þjóðarbúsins alls, eins og fyrri kynslóðir gerðu, þá glötum við stórum tækifærum fyrir hönd næstu kynslóða. Hér er ekki verið að biðja um ríkisafskipti eins og þau tíðkuðust í gamla daga. Hér er aðeins verið að leggja það til að stjórnvöld marki ekki bara stefnu um orkuskipti og sjái svo til hvað gerist, heldur setji þá stefnu í framkvæmd með því að ýta stofnunum ríkisins í að fylgja þeirri stefnu þétt eftir. Nýlega hafa þrjú alþjóðleg verkfræðifyrirtæki reiknað út hagkvæmni þess að framleiða umhverfisvænt eldsneyti á Íslandi. Þeim ber saman um hagkvæmni (LCoM) slíkrar framleiðslu á Íslandi. Ráðandi þáttur í þeirri hagkvæmni er WACC (meðalvextir á lánsfjármögnun), ekki raforkuverð. Einnig hefur komið í ljós gríðarlegur áhugi innlendra og erlendra fyrirtækja til að kaupa umhverfisvænt eldsneyti og til að nefna dæmi um margþætta efirspurn þá hefur IKEA í Svíþjóð falast eftir því að kaupa slíkt eldsneyti frá Íslandi til að fasa út það jarðefnaeldsneyti sem þeir kaupa nú þegar til að útbúa plasthluti í húsgögnum. IKEA vill þannig útfasa allt jarðefnaeldnsneyti, íslensk og alþjóðleg skipafélög vilja útfasa jarðefnaeldnsneyti og þannig mætti lengi telja. Markaðir eru tilbúnir og hægt er að framleiða á verði sem markaðir sætta sig við. Hér er um að ræða afar stórt tækifæri til uppbyggingar á Íslandi, sem myndi í leiðinni draga úr losun á stærri skala sem ekki hefur áður þekkst hér á landi, ásamt því að jarðefnaeldsneyti myndi útfasast að verulegu leyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Hallgrímur Óskarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur gefið til kynna aukna áherslu á raforkusölu til gagnavera. Hátt raforkuverð sem gagnaver greiða er nefnt sem ástæða. En ef hæsta raforkuverðið er alltaf valið getur þjóðarbúið orðið fyrir verulegum búsifjum því það fer ekki alltaf saman hvað er hagstæðast fyrir Landsvirkjun eða hvað er hagstæðast fyrir þjóðarbúið í heild. Skv. raforkuvísum Orkustofnunar keyptu gagnaver 579 GWh á árinu 2024. Gefum okkur hæsta mögulega verð sem ávinningur hefur heyrst af, að gagnaver kaupi þessa orku á $80/MWh (raunverð í Evrópu mun lægra skv. heimildum spglobal.com og reuters.com). Skoðum einnig annan möguleika, að framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti kaupi þessa orku á $60/MWh. Ef markmiðið er aðeins að hámarka tekjur orkuframleiðandans þá ætti gagnaverið að fá orkuna. Heildatekjur orkuframleiðandans væru um 1,4 milljörðum ISK hærri ef selt er á hærra verðinu. Er það öll sagan? Nei, því framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti gæti farið langt með að klára orkuskipti sem færir ríkissjóði ábata upp á 14-18 milljarða vegna minni losunarheimilda sem ríkið þarf að kaupa. Þessi ávinningur kemur ekki fram í ársreikningi orkuframleiðandans, heldur kemur alfarið fram sem ávinningur í ríkisrekstri, fyrir þjóðarbúið í heild. Hér er ekki við Landsvirkjun að sakast. Þar hafa stjórnendur staðið sig vel í sínu markmiði að hámarka virði félagsins og greitt myndarlegan arð til ríkisins. Það eru ráðamenn sem hafa skyldur til að hámarka hag þjóðarbúsins og þeir gætu látið Landsvirkjun spila stærri rullu í að skapa þjóðarbúinu meiri ábata en nú er. Ef ríkið fengi óbeinan arð (vegna losunarheimilda, orkuskipta og minni losunar CO2 o.fl.) til viðbótar við beinan arð frá Landsvirkjun mætti tvö- til þrefallda núverandi ávinning ríkissjóðs frá starfsemi fyrirtækisins. Samkvæmt spá UOS þarf að kaupa 1,2-1,5 milljónir tonna í losunarheimildir (uppgjör fyrir árin 2026-2030). Verðið verður ekki undir €75/tonn og verður því kostnaður ríkis þessir 14-18 milljarðar ISK í árslok 2030. Þessa tölu er hægt að lækka með því að draga saman losun í þessum flokkum: Af þessum flokkum liggur einna best við að framleiða umhverfisvænt eldsneyti á íslensk fiskiskip sem losa öll samtals tæp 500.000 tonn af CO2 á ári. Ef 300.000 tonn af eldsneyti væru framleidd, sem hægt væri að nota í fiskiskip þá telur það í loftslagsbókhaldi sem 510.000 tonn fyrir hvert ár sem slík framleiðsla er notuð í orkuskipti. Ef framleitt væri 2028-2030 væri ávinningur í loftslagsbókhaldi Íslands því 1,5 milljónir tonna sem myndi gera það að verkum að Ísland þyrfti engar loftslagsheimildir að kaupa í árslok 2030. Aðrir kostir vega einnig þungt ef orka er sett í orkuskiptaverkefni, þó ekki komi sá ávinningur alltaf fram í ársreikningi orkuframleiðandans: Mikið magn af CO2 yrði fangað sem dregur úr losun CO2 í andrúmslofti. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti er mannmargur vinnustaður með mikla fjárfestingu og er því til staðar í íslensku samfélagi í áratugi. Starfsemin yrði með öllu mengunarlaus. Gagnaver, aftur á móti, hafa miklu færri starfsmenn, skila engu í orkuskipti og umfang í starfsemi sveiflast mjög mikð. Á einu ári, frá 2023 til 2024 minnkuðu kaup gagnavera á raforku á Íslandi um nærri helming, svo eitt dæmi sé tekið um sveiflur. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti getur gert bindandi samninga um raforku til áratuga. Gagnaver gera orkusamninga til mun styttri tímabila og geta svo fært starfsemi til annarra landa, þar sem orkuverð er lægst. Nú er hægt að finna dæmi um orkuverð allt niður í $12.9/MWh erlendis fyrir sólarorku. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti af þeirri stærð sem hér er lýst að ofan hefði skattspor sem væri um 11-14 milljarðar ISK sem myndi skila sér til ríkis og sveitarfélaga. Það er því auðvelt að rökstyðja það að sala á orku til umhverfisvænnar eldsneytisframleiðslu gæti skilað ávinningi sem er miklu mun meiri en sú viðbót sem hærra raforkuverð frá gagnaveri til raforkuframleiðandans getur skilað í þjóðarbúið. Hærra raforkuverðið gæti skilað ríkissjóði líklega um 1-2 milljörðum aukalega í aukinn arð m.v. dæmið hér ofar. Að selja sama orkumagn til öflugs orkuskiptaverkefnis lækkar tekjur orkuframleiðandans lítillega en gæti búið til aukinn ábata sem væri 14-18 milljarðar fyrir ríkið (færri keyptar losunarheimildir) og að auki 11-14 milljarðar, árlega í skattspor til ríkis og sveitarfélaga. Samtals fyrir 2028-2030 væri heildarábati þjóðarbúsins ekki undir 11·3+14 = 47 milljörðum. Óhugsandi er að gagnver geti skilað ábata í þjóðarbúið sem kemst nálægt þessum tölum. Að horfa einvörðungu á beinar sölutekjur orkuframleiðanda er því þröngt sjónarhorn sem hámarkar ekki endilega ávinning ríkissjóðs og þjóðarbús. Mikilvægt er því að taka farsælar ákvarðanir í hvað orkan á að fara og horfa til ávinnings fyrir þjóðarbúið í heild. Ríkisstjórn þarf því að marka mun skýrari stefnu um það í hvað orkan á að fara ef vilji er til þess að hámarka ábata samfélagsins alls. Með vísan í öflug orð ráðamanna sem eiga við hér: Ef við erum værukær og hættum að hugsa hvað hámarkar hag þjóðarbúsins alls, eins og fyrri kynslóðir gerðu, þá glötum við stórum tækifærum fyrir hönd næstu kynslóða. Hér er ekki verið að biðja um ríkisafskipti eins og þau tíðkuðust í gamla daga. Hér er aðeins verið að leggja það til að stjórnvöld marki ekki bara stefnu um orkuskipti og sjái svo til hvað gerist, heldur setji þá stefnu í framkvæmd með því að ýta stofnunum ríkisins í að fylgja þeirri stefnu þétt eftir. Nýlega hafa þrjú alþjóðleg verkfræðifyrirtæki reiknað út hagkvæmni þess að framleiða umhverfisvænt eldsneyti á Íslandi. Þeim ber saman um hagkvæmni (LCoM) slíkrar framleiðslu á Íslandi. Ráðandi þáttur í þeirri hagkvæmni er WACC (meðalvextir á lánsfjármögnun), ekki raforkuverð. Einnig hefur komið í ljós gríðarlegur áhugi innlendra og erlendra fyrirtækja til að kaupa umhverfisvænt eldsneyti og til að nefna dæmi um margþætta efirspurn þá hefur IKEA í Svíþjóð falast eftir því að kaupa slíkt eldsneyti frá Íslandi til að fasa út það jarðefnaeldsneyti sem þeir kaupa nú þegar til að útbúa plasthluti í húsgögnum. IKEA vill þannig útfasa allt jarðefnaeldnsneyti, íslensk og alþjóðleg skipafélög vilja útfasa jarðefnaeldnsneyti og þannig mætti lengi telja. Markaðir eru tilbúnir og hægt er að framleiða á verði sem markaðir sætta sig við. Hér er um að ræða afar stórt tækifæri til uppbyggingar á Íslandi, sem myndi í leiðinni draga úr losun á stærri skala sem ekki hefur áður þekkst hér á landi, ásamt því að jarðefnaeldsneyti myndi útfasast að verulegu leyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun