„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2025 15:02 Einar Þorsteinsson gefur lítið fyrir fjárhagsáætlun meirihluta Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira