Sport

Littler kjörinn kynþokka­fyllsti íþrótta­maður heims

Siggeir Ævarsson skrifar
Luke Littler veit hvað klukkan slær þegar kemur að kynþokka
Luke Littler veit hvað klukkan slær þegar kemur að kynþokka Vísir/Getty

Pílukastarinn Luke Littler bætti enn einum titlinum í safnið á dögunum þegar hann var kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims.

Það var vefsíðan Illicit Encounters sem stóð fyrir kjörinu, en eins og nafnið gefur til kynna er þetta stefnumótasíða fyrir þá sem vilja stunda framhjáhald. 

2.000 kvenkyns notendur síðunnar voru beðnir um að gefa 30 íþróttamönnum einkunn á skalanum 1-10 miðað við kynþokka og endaði Littler efstur, á undan mönnum eins og Jude Bellingham sem varð sjöundi og Travis Kelce sem varð sjötti.

Útlitið var þó ekki það eina sem þessar 2.000 konur litu til þegar þær tóku þátt í kjörinu en þær nefndu hluti eins og áreiðanleika, sjálfstraust og aðgengileika sem ástæður fyrir því hversu kynþokkafullur Littler þykir.

Talsmaður vefsíðunnar sagði að niðurstöðurnar töluðu fyrir sig sjálfar.

„Littler er nýja fyrirmyndin þegar kemur að aðdráttarafli karlmanna. Maður sem er frábær í því sem hann gerir og líður fullkomlega í eigin skinni.

Það má segja að þetta hafi verið frábær vika fyrir hinn 18 ára Littler en fyrir utan að vera kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaðurinn náði hann líka verklega hlutanum bílprófinu sínu í fyrstu tilraun villulaust eftir að hafa fallið sex sinnum á bóklega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×