Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 11:01 Það er eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms – líka þeim sem hingað flytja og eiga enn eftir að læra tungumálið okkar. Fjölgun barna af erlendum uppruna hefur verið hröð á undanförnum árum; í dag hafa nær 8000 grunnskólanemar erlendan bakgrunn og stór hluti þeirra talar ekki stakt orð í íslensku þegar þau hefja nám. Þessi börn hafa mikinn vilja til að læra, en það er okkar ábyrgð að skapa aðstæður sem gera þeim það raunverulega mögulegt. Reynsla kennara og skólastjórnenda sýnir að núverandi fyrirkomulag nægir ekki til að mæta þörfum þessa hóps. Kennarar í almennum bekkjum reyna af einlægni að styðja börn sem tala ekki tungumálið, en í fjölmennum bekkjum er einfaldlega ekki hægt að veita þeim þann undirbúning og þann stuðning sem þau þurfa til að fóta sig í nýju samfélagi. Þarna þarf kerfið að bregðast við – með móttökuskólum og móttökudeildum sem byggja á fagmennsku, sérhæfðri kennslu og virðingu fyrir þörfum hvers barns. Móttökuskólar eru ekki einangrandi heldur inngildandi. Þeir eru fyrsta skref barna að því að verða hluti af íslensku samfélagi. Þar getur barnið lært íslensku á eigin hraða, fengið stuðning við félagsfærni, og ekki síst verið metið af kennurum og sérfræðingum sem greina námsstöðu, málþroska og mögulega erfiðleika. Þegar slíkt mat liggur fyrir getur bekkjarkennari í heimaskólanum tekið við barninu með meiri skilningi og réttum verkfærum. Þannig þjónustum við ekki aðeins barnið sem er nýflutt til landsins – heldur allt skólakerfið. Þetta er ekki spurning um „töfralausn“, heldur um réttláta og raunhæfa leið til inngildingar. Með því að byggja upp móttökuskóla eða -deildir með samræmdu námsmati, markvissri tungumálakennslu og greiningu á stöðu barna, sköpum við grunn að farsælli menntavegferð. Börnin fá tíma til að aðlagast, vinna úr reynslu og byggja sjálfstraust áður en þau ganga inn í almennan bekk. Samhliða fá kennarar betri yfirsýn, aukið svigrúm og færi á að sinna öllum nemendum sínum af meiri festu og umhyggju. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir að þetta virkar. Í Noregi og Danmörku hefur verið byggt upp móttökukerfi þar sem markmiðið er að flýta tungumálanámi og styrkja félagslega aðlögun. Þessi nálgun byggir á þeirri einföldu hugsun að best sé að mæta barni þar sem það er – ekki þar sem við viljum að það sé. Við eigum að leggja grunn að því hér á landi líka. Móttökuskólar og móttökudeildir eru fjárfesting í framtíð barnanna sem hingað koma – og í framtíð íslensks samfélags. Því þegar börnin fá að hefja nám á forsendum sínum, með stuðningi og skilningi, þá eflum við líka bekkjarsamfélagið allt, kennarana og menntakerfið í heild sinni. Af þessum sökum hef ég nú lagt fram að nýju þingsályktun um að fela mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót móttökuskóla. 12/157 þáltill.: þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna | Þingtíðindi | Alþingi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms – líka þeim sem hingað flytja og eiga enn eftir að læra tungumálið okkar. Fjölgun barna af erlendum uppruna hefur verið hröð á undanförnum árum; í dag hafa nær 8000 grunnskólanemar erlendan bakgrunn og stór hluti þeirra talar ekki stakt orð í íslensku þegar þau hefja nám. Þessi börn hafa mikinn vilja til að læra, en það er okkar ábyrgð að skapa aðstæður sem gera þeim það raunverulega mögulegt. Reynsla kennara og skólastjórnenda sýnir að núverandi fyrirkomulag nægir ekki til að mæta þörfum þessa hóps. Kennarar í almennum bekkjum reyna af einlægni að styðja börn sem tala ekki tungumálið, en í fjölmennum bekkjum er einfaldlega ekki hægt að veita þeim þann undirbúning og þann stuðning sem þau þurfa til að fóta sig í nýju samfélagi. Þarna þarf kerfið að bregðast við – með móttökuskólum og móttökudeildum sem byggja á fagmennsku, sérhæfðri kennslu og virðingu fyrir þörfum hvers barns. Móttökuskólar eru ekki einangrandi heldur inngildandi. Þeir eru fyrsta skref barna að því að verða hluti af íslensku samfélagi. Þar getur barnið lært íslensku á eigin hraða, fengið stuðning við félagsfærni, og ekki síst verið metið af kennurum og sérfræðingum sem greina námsstöðu, málþroska og mögulega erfiðleika. Þegar slíkt mat liggur fyrir getur bekkjarkennari í heimaskólanum tekið við barninu með meiri skilningi og réttum verkfærum. Þannig þjónustum við ekki aðeins barnið sem er nýflutt til landsins – heldur allt skólakerfið. Þetta er ekki spurning um „töfralausn“, heldur um réttláta og raunhæfa leið til inngildingar. Með því að byggja upp móttökuskóla eða -deildir með samræmdu námsmati, markvissri tungumálakennslu og greiningu á stöðu barna, sköpum við grunn að farsælli menntavegferð. Börnin fá tíma til að aðlagast, vinna úr reynslu og byggja sjálfstraust áður en þau ganga inn í almennan bekk. Samhliða fá kennarar betri yfirsýn, aukið svigrúm og færi á að sinna öllum nemendum sínum af meiri festu og umhyggju. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir að þetta virkar. Í Noregi og Danmörku hefur verið byggt upp móttökukerfi þar sem markmiðið er að flýta tungumálanámi og styrkja félagslega aðlögun. Þessi nálgun byggir á þeirri einföldu hugsun að best sé að mæta barni þar sem það er – ekki þar sem við viljum að það sé. Við eigum að leggja grunn að því hér á landi líka. Móttökuskólar og móttökudeildir eru fjárfesting í framtíð barnanna sem hingað koma – og í framtíð íslensks samfélags. Því þegar börnin fá að hefja nám á forsendum sínum, með stuðningi og skilningi, þá eflum við líka bekkjarsamfélagið allt, kennarana og menntakerfið í heild sinni. Af þessum sökum hef ég nú lagt fram að nýju þingsályktun um að fela mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót móttökuskóla. 12/157 þáltill.: þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna | Þingtíðindi | Alþingi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun