Körfubolti

Valskonur niður­lægðu Íslandsmeistarana

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alyssa Cerino var stigahæst hjá Valskonum í kvöld.
Alyssa Cerino var stigahæst hjá Valskonum í kvöld. Vísir/Anton Brink

Valur vann öruggan 38 stiga sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 101-63, er liðin áttust við í Ólafssal í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 

Valskonur voru betri aðilinn frá upphafi í kvöld og leiddu með tíu stiga mun eftir fyrsta leikhlutann. Sá munur jókst til muna í öðrum leikhluta þar sem Valur skoraði 29 stig gegn ellefu og staðan í hálfleik 58-30.

Valskonur litu ekki um öxl og gengu hreinlega frá heimakonum, lokatölur 101-63.

Alyssa Cerino stóð upp úr hjá Valskonum sem tókst að dreifa álaginu nokkuð vel í þægilegum sigri. Hún skoraði 25 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Krystal-Jade Freeman var stigahæst Haukakvenna með 24 af 63 stigum liðsins en hún tók einnig 13 fráköst.

Valur er með tíu stig eftir sjö leiki, jafnt KR að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar, tveimur frá toppliðum Njarðvíkur og Grindavíkur.

Haukar eru með átta stig þar fyrir neðan, jafnt Keflavík að stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×